Peningamál - 01.07.2007, Qupperneq 9

Peningamál - 01.07.2007, Qupperneq 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 9 gert var í mars, en þó ársfjórðungi síðar. Í hinu er reiknað með fram- kvæmdum Century Aluminium í Helguvík, en í fráviksdæminu í mars var einnig reiknað með framkvæmdum Alcan í Straumsvík. Áhrifin eru því töluvert minni. Þessi fráviksdæmi endurspeglast í óvissurófi verðbólgu-, gengis-, spennu- og vaxtaferlanna. Einkum gæti til muna óhagstæðari gengisþróun leitt til þess að óhjákvæmilegt yrði að hækka vexti frekar og halda þeim lengur háum. Eins og fjallað hefur verið um í fyrri heftum Peningamála getur krónan verið afar næm fyrir breyttum horfum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Erlendir skuldabréfavextir hafa hækkað töluvert að undanförnu, en án þess að það hafi skilað sér í lækkun gengis krónunnar, enn sem komið er. Það styður við krónuna að innlendir skammtímavextir eru með því hæsta sem gerist í heiminum. Mikil og langvarandi frávik geta grafið undan trausti á peninga stefnunni Markmið Seðlabanka Íslands er að verðbólga, reiknuð sem hækkun vísitölu neysluverðs á tólf mánuðum, sé að jafnaði því sem næst 2½%. Markmiðið er sveigjanlegt að því leyti að ekki er reiknað með því að Seðlabankinn geti ávallt haldið verðbólgu við markmiðið, en bankanum ber að sjá til þess að frávik verði hvorki kerfisbundin né langvarandi. Seðlabankanum er í sjálfsvald sett hvernig hann túlkar og bregst við frávikum, en ríkar kröfur eru gerðar um gagnsæi í fram- kvæmd peningastefnunnar og að bankinn haldi fast við markmiðið til lengri tíma litið. Verðbólga hefur nú verið yfir markmiði frá maí 2004. Frá upp- töku verðbólgumarkmiðsins í mars 2001 hefur verðbólga verið frá 1,5% til 9,4% og að meðaltali 4,7%. Jafn mikil og langvarandi frávik frá markmiði og verið hafa undanfarin þrjú ár grafa óhjákvæmilega undan trausti á peningastefnunni og leiða til þess að væntingar um þráláta verðbólgu festast í sessi. Því lengur sem þetta ástand varir, því brýnna verður að verðbólgan hjaðni sem fyrst varanlega að markmiði. Áréttað skal að verðbólga sem er að jafnaði í samræmi við markmið felur í sér að hún getur tímabundið ýmist verið yfir eða undir mark- miði. Í grunnspánni sem hér er kynnt fer verðbólgan aðeins undir markmið síðla árs 2009. Frávikið verður þó mjög hóflegt og tímabund- ið. Í ljósi óvissumatsins eru enn fremur verulegar líkur á að hærri stýri- vexti þurfi til að verðbólgan verði ekki yfir markmiði í lok spátímans. Í ljósi þrá látrar verðbólgu undanfarinna ára er hættan á að hún verði yfir markmiði mun alvarlegri en tímabundið undirskot. Seðlabankinn mun leggja höfuðáherslu á að verðbólga verði að jafnaði í grennd við markmiðið, jafnvel þótt tímabundin undir- og yfirskot geti orðið, t.d. af völdum gengis sveiflna. Mynd I-6 Verðbólga - fráviksdæmi 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með stóriðjuframkvæmdum Verðbólgumarkmið 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2006 2007 2008 2009 ‘10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.