Peningamál - 01.07.2007, Qupperneq 8

Peningamál - 01.07.2007, Qupperneq 8
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 8 nú er miðað við; samsvarar 14,25% ávöxtun á ári sem tilgreind var í vaxtatilkynningum bankans þar til í júní sl.) frá desember sl. samrýmd- ust því að ná verðbólgumarkmiðinu á þessu ári, eða á næsta ári að áhrifum skattabreytinga frátöldum. Nú virðist einsýnt að þetta gerist ekki jafn hratt og þá var talið. Meginniðurstöður eru dregnar saman í mynd I-3. Hún sýnir að til þess að ná verðbólgumarkmiðinu innan ásættanlegs tíma og tryggja að verðbólga haldist í nánd við markmiðið eftir það þarf stýrivaxtafer- illinn að vera nokkru aðhaldssamari en talið var í mars. Það getur gerst með því að hækka vextina yfir allt tímabilið eða halda vöxtunum háum lengur en reiknað var með í mars. Þrátt fyrir þetta eru horfur á að verðbólga verði töluvert meiri næsta árið en þá var spáð. Þá voru taldar horfur á að verðbólgumarkmiðið næðist á þriðja fjórðungi ársins miðað við mælda verðbólgu, en nú virðast hverfandi líkur á að það gerist á þessu ári. Til þess þyrfti a.m.k. að hækka vexti mjög mikið, því reikna má með að eitt til tvö ár geti liðið frá stýrivaxtabreytingu þar til að áhrif hennar hafa komið fram að mestu leyti. Með því að halda stýrivöxtum háum lengur en gert var ráð fyrir í mars eru nú horfur á að verðbólga verði í nánd við markmiðið undir lok næsta árs. Gildir þá einu hvort miðað er við verðbólgu að frádregnum skattaáhrifum eða mælda verðbólgu. Meginástæður þess að gert er ráð fyrir meiri verðbólgu næstu mánuði en í síðustu spá liggja í verulegri uppsveiflu á íbúðamarkaði. Hún er helsta ástæða þess að verðbólga er nú meiri í upphafi spátím- ans en í mars og dregið hefur úr líkum á því að húsnæðisverð lækki á næstu misserum. Á móti kemur að gengi krónunnar er sterkara en reiknað var með í mars. Þótt áhrif þess á verðlag hafi verið minni en ætla mætti mun það halda aftur af verðlagshækkunum næstu mán- uði, jafnvel þótt gengið lækki lítils háttar á ný. Til lengri tíma felur hátt raungengi nú hins vegar í sér auknar líkur á að gengið lækki hraðar en reiknað var með í mars. Minnkandi vaxtamunur við útlönd eftir vaxta- hækkanir erlendis stuðlar að hinu sama. Þetta tvennt endurspeglast í nokkru brattari gengisferli nú en í síðustu spá. Vegna þess að verðbólga í upphafi er meiri, verðbólguhorfur og -væntingar lakari framan af spátímanum, raunvextir því lægri og lækkun gengis hraðari en spáð var síðast þarf hærri stýrivexti til þess að ná fram nægum slaka, sem vegur á móti þessum áhrifum. Það ger- ist í spánni með því að seinka lækkun stýrivaxta miðað við það sem reiknað var með í mars. Eigi að síður dregst innlend eftirspurn minna saman en í fyrri spá m.a. vegna þess að raunvextir verða lægri framan af og aðlögun þjóðarbúskaparins að jafnvægi á sér í meira mæli stað í gegnum gengi krónunnar og utanríkisviðskipti. Áfram líklegra að verðbólga verði umfram spá Í kafla IX er fjallað um óvissuþætti verðbólguspárinnar. Eins og í mars er talið líklegra að verðbólguþrýstingur verði meiri en felst í grunn- spánni en að hann verði minni. Það myndi krefjast aðhaldssamari peningastefnu en felst í grunnferlinum. Stærstu óvissuþættirnir eru hinir sömu og fyrr, þ.e.a.s. gengisþróunin og hugsanlegar stórfram- kvæmdir, sem endurspeglast í tveimur fráviksdæmum (sjá myndir I-5 og I-6). Í öðru dæminu er reiknað með samsvarandi gengislækkun og Mismunur verðbólgu og verðbólgumarkmiðs Mynd I-4 Frávik verðbólgu frá markmiði og framleiðsluspenna Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Framleiðsluspenna (% af framleiðslugetu) -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 6 ‘1020092008200720062005 Mynd I-5 Stýrivextir - fráviksdæmi 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Heimild: Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með stóriðjuframkvæmdum 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 ‘10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.