Peningamál - 01.07.2007, Side 39

Peningamál - 01.07.2007, Side 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 2 39 Þótt gert sé ráð fyrir heldur aðhaldssamari peningastefnu nú en í mars felur mat á helstu áhættuþáttum spárinnar í töflu IX-1 í sér að líklegra er að þörf verði á hækkun stýrivaxta en að hægt verði að lækka þá hraðar en í grunnspánni. Óvissuróf stýrivaxtaferils grunn spárinnar er því skekkt upp á við eins og í síðustu Peningamálum (mynd IX-7). Skekking líkindadreifingarinnar hefur þó heldur minnkað vegna ofangreinds endurmats á gengisþróuninni, sem dregur lítillega úr skekkingu líkindadreifingar gengis og verðbólgu. Einnig eru áhrif framkvæmda við ál- og orkuver sem nú eru metin í fráviksdæmum minni en síðast. Fráviksdæmin í rammagrein IX-2 lýsa þessum áhættuþáttum nánar. Fyrra fráviksdæmið lýsir mögulegum viðbrögðum peningastefnunnar við snöggri gengislækkun í lok þessa árs. Seinna fráviksdæmið lýsir mögu legum viðbrögðum peningastefnunnar við ákvörðun um að reisa nýja álverksmiðju í Helguvík. Horfur eru á því að hægar dragi úr verðbólgu á þessu ári en talið var í mars. Spáð er 3½% verðbólgu á síðasta fjórðungi ársins í stað tæplega 2% í marsspánni. Frá seinni hluta næsta árs eru verð- bólguhorfur hins vegar svipaðar og þær voru taldar í mars. Verð- bólgumarkmiðið næst því nokkru síðar eða á fyrri hluta árs 2009 í stað þriðja fjórðungs þessa árs. Áhrif á stýrivaxtaferil grunnspárinnar Vegna þess að verðbólga hefur hjaðnað hægar og verðbólguvænt- ingar verið hærri en reiknað var með í mars hefur raunvaxtastig stýrivaxta heldur lækkað frá síðustu Peningamálum. Peningalegt aðhald er því minna en síðasta spá gerði ráð fyrir. Til að vega á móti lækkun raunstýrivaxta, meiri verðbólgu í upphafi spátímans og hrað- ari lækkun gengis krónunnar þarf því að knýja fram hraðari hjöðnun framleiðsluspennu og meiri slaka þegar líður á spátímann. Hins vegar virðist erfi tt að koma í veg fyrir að aðlögun að verðbólgumarkmiði seinki frá síðustu spá með auknu aðhaldi pen- ingastefnunnar þar sem undirliggjandi kostnaðarþrýstingur er það mikill að ekki er hægt að stytta tímann þar til að markmiðið næst nema með verulega auknum tilkostnaði í formi tapaðrar framleiðslu. Aukið aðhald er því fengið með því að seinka upphafi vaxtalækk- unarferlisins um einn ársfjórðung og hægja á lækkunarferlinu. Vextir taka hins vegar að lækka hraðar þegar líður á spátímann og eru orðnir lægri í lok spátímans en gert var ráð fyrir í mars. Með þessum vaxtaferli tekst að ná verðbólgu í markmið á fyrri hluta ársins 2009 eins og vikið er að hér að ofan og koma í veg fyrir að verðbólga og verðbólguvæntingar taki við sér á ný þrátt fyrir tiltölulega hraða lækkun krónunnar á seinni hluta tímabilsins. Vaxtaferillinn sem not- aður var í grunnspá síðustu Peningamála hefði hins vegar leitt til enn hægari hjöðnunar verðbólgu og byði þeirri hættu heim að verð- bólguvæntingar fjarlægist markmiðið (mynd 4). Samkvæmt endurskoðuðum vaxtaferli eru vextir því óbreytt- ir fram á næsta ár er þeir taka smám saman að lækka. Verða þeir orðnir rúmlega 11% á síðasta fjórðungi ársins 2008 í stað tæplega 10% í síðustu Peningamálum. Á síðasta fjórðungi 2009 eru vextir hins vegar orðnir um 5% í nýrri grunnspá eða tæplega 1 prósentu lægri en í mars. Stýrivaxtaferillinn er innan óvissubils sem í mars voru taldar helmings líkur á að stýrivextir yrðu innan (mynd 5). Mynd IX-6 Verðbólga (án beinna áhrifa skattalækkana) Spátímabil 2. ársfj. 2007- 1. ársfj. 2010 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Verðbólgumarkmið Verðbólga án beinna áhrifa skattalækkana 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2006 2007 2008 2009 ‘10 Mynd 4 Verðbólga Grunnspá og spá með stýrivöxtum PM 2007/1 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Grunnspá PM 2007/2 Verðbólguspá með stýrivöxtum PM 2007/1 Verðbólgumarkmið 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 ‘10200920082007 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá PM 2007/1 Mynd 5 Stýrivextir Grunnspá og óvissumat PM 2007/1 ásamt grunnspá PM 2007/2 Heimild: Seðlabanki Íslands. % Grunnspá PM 2007/2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.