Skírnir - 01.04.1989, Side 242
236
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
sem ritað hafa um þjóðveldið hafi ekki sinnt hugmyndum þjóðveldis-
manna um tíma og rúm sérstaklega mikið. Hastrup lofar því í inngangi að
athuganir sínar í fyrri hluta bókarinnar m. a. á tíma og rúmi, muni varpa
ljósi á sögu þjóðveldisins og endalok þess en einhvern veginn fer lítið fyrir
því, sbr. niðurstöður um tímann í lokakafla (bls. 238). En þessir kaflar gefa
henni færi á að prófa og kynna líkön sín. Hún kemst að þeirri niðurstöðu
að fjórðungur hafi ráðið miklu um skynjun Islendinga á rúmi, nánast ráðið
áttatáknum ferðalanga á þjóðveldistíma, sé rétt skilið. Menn sem ferðuðust
um Suðurland miðuðu t. d. við að fara út og austur (Hastrup segir reyndar
út : inn, bls. 54) og menn í Borgarfirði fóru vestur og suður og var alltaf
miðað við fjórðungana en ekki réttar áttir. Þannig töldust þeir fara vestur
sem stefndu í Vestfirðingafjórðung þótt þeir færu kannski í raun beint í
norður. Þetta skýrir hún með því að jafnan hafi verið ferðast meðfram
ströndinni (bls. 55). Af einhverjum ástæðum gerir hún lítið úr öðrum átta-
táknum, t. d. upp: ofan á Suðurlandi (sbr. Njálu). Skýring hennar, að jafn-
an hafi verið ferðast með strönd, er auðvitað misskilningur, þjóðveldis-
menn ferðuðust mjög mikið um hálendið, t. d. Kjöl, og Sámsvegur er fræg-
ur úr Hrafnkelssögu, þótt hann hafi kannski verið fáfarinn. Þessi misskiln-
ingur hefur líka áhrif á túlkun hennar á samfélaginu sem „vorum lögum“ og
villta svæðinu, heimi útlaga sem hún finnur stað í Odáðahrauni (bls. 144-5)
en hugmyndir um það sem stað útlaga eru sennilega frá seinni öldum, til
orðnar þegar ferðir um Sprengisand og Odáðahraun fóru að verða strjálar
og lögðust af. Þetta er þó ekki einhlítt; Grettissaga sýnir trú á veru útlaga
og óvætta inni á miðhálendi og kann því Hastrup að hafa rétt fyrir sér í því
að þetta hafi verið almennt viðhorf ájþjóðveldistíma, þrátt fyrir tíðar ferðir
um Kjöl og Sprengisand og jafnvel Odáðahraun. En óvíst er þetta.
Almennt má segja að líkönin sem Hastrup notar geti verið gagnleg þegar
lýst er stjórnkerfinu (og öðrum kerfum) samkvæmt lögum eða öðrum
normatífum heimildum og var nefnt dæmi um það. Hinsvegar er erfitt að
sjá að líkönin sýni innri veikleika stjórnkerfisins en e. t. v. má gera betur á
þessu sviði. Hastrup telur að líkönin sjálf geti sýnt þróun stjórnkerfisins og
breytingar á því og tekur dæmi af skák þar sem tvö samlit peð eru á sömu
línu. Ef við þekkjum reglurnar eigum við að vita að annað peðið hefur
drepið mann, segir Hastrup. Þannig á lýsing kerfisins að geta sýnt okkur
breytingar (bls. 247). Líkingin er snjöll en mér virðist vanta dæmi um þetta.
Hastrup vill skýra breytingar á kerfinu og gerir það fyrst og fremst með því
að kynna sér sögu þjóðveldisins og rekja breytingarnar til utanaðkomandi
áhrifa. í þessu starfar hún sem sagnfræðingur eftir því sem ég fæ best séð,
en gerir sig seka um ýmsar yfirsjónir og fljótfærnislegar ályktanir sem sum-
ar hafa verið nefndar. Hvað eftir annað lýsir Hastrup sögulegri þróun sem
á að hafa orðið fyrir 1100. Hún gerir t. d. ráð fyrir að engir leiguliðar hafi
verið til framan af íslandsbyggð, þeir hafi komið þegar þrælahald lagðist af
og skiptir þetta miklu máli í líkani hennar fyrir stéttir (bls. 106 o. áfr., 117),
en auðvitað vitum við ekkert með vissu um þetta. Þá leggur hún mjög mik-