Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1989, Page 242

Skírnir - 01.04.1989, Page 242
236 HELGI ÞORLÁKSSON SKÍRNIR sem ritað hafa um þjóðveldið hafi ekki sinnt hugmyndum þjóðveldis- manna um tíma og rúm sérstaklega mikið. Hastrup lofar því í inngangi að athuganir sínar í fyrri hluta bókarinnar m. a. á tíma og rúmi, muni varpa ljósi á sögu þjóðveldisins og endalok þess en einhvern veginn fer lítið fyrir því, sbr. niðurstöður um tímann í lokakafla (bls. 238). En þessir kaflar gefa henni færi á að prófa og kynna líkön sín. Hún kemst að þeirri niðurstöðu að fjórðungur hafi ráðið miklu um skynjun Islendinga á rúmi, nánast ráðið áttatáknum ferðalanga á þjóðveldistíma, sé rétt skilið. Menn sem ferðuðust um Suðurland miðuðu t. d. við að fara út og austur (Hastrup segir reyndar út : inn, bls. 54) og menn í Borgarfirði fóru vestur og suður og var alltaf miðað við fjórðungana en ekki réttar áttir. Þannig töldust þeir fara vestur sem stefndu í Vestfirðingafjórðung þótt þeir færu kannski í raun beint í norður. Þetta skýrir hún með því að jafnan hafi verið ferðast meðfram ströndinni (bls. 55). Af einhverjum ástæðum gerir hún lítið úr öðrum átta- táknum, t. d. upp: ofan á Suðurlandi (sbr. Njálu). Skýring hennar, að jafn- an hafi verið ferðast með strönd, er auðvitað misskilningur, þjóðveldis- menn ferðuðust mjög mikið um hálendið, t. d. Kjöl, og Sámsvegur er fræg- ur úr Hrafnkelssögu, þótt hann hafi kannski verið fáfarinn. Þessi misskiln- ingur hefur líka áhrif á túlkun hennar á samfélaginu sem „vorum lögum“ og villta svæðinu, heimi útlaga sem hún finnur stað í Odáðahrauni (bls. 144-5) en hugmyndir um það sem stað útlaga eru sennilega frá seinni öldum, til orðnar þegar ferðir um Sprengisand og Odáðahraun fóru að verða strjálar og lögðust af. Þetta er þó ekki einhlítt; Grettissaga sýnir trú á veru útlaga og óvætta inni á miðhálendi og kann því Hastrup að hafa rétt fyrir sér í því að þetta hafi verið almennt viðhorf ájþjóðveldistíma, þrátt fyrir tíðar ferðir um Kjöl og Sprengisand og jafnvel Odáðahraun. En óvíst er þetta. Almennt má segja að líkönin sem Hastrup notar geti verið gagnleg þegar lýst er stjórnkerfinu (og öðrum kerfum) samkvæmt lögum eða öðrum normatífum heimildum og var nefnt dæmi um það. Hinsvegar er erfitt að sjá að líkönin sýni innri veikleika stjórnkerfisins en e. t. v. má gera betur á þessu sviði. Hastrup telur að líkönin sjálf geti sýnt þróun stjórnkerfisins og breytingar á því og tekur dæmi af skák þar sem tvö samlit peð eru á sömu línu. Ef við þekkjum reglurnar eigum við að vita að annað peðið hefur drepið mann, segir Hastrup. Þannig á lýsing kerfisins að geta sýnt okkur breytingar (bls. 247). Líkingin er snjöll en mér virðist vanta dæmi um þetta. Hastrup vill skýra breytingar á kerfinu og gerir það fyrst og fremst með því að kynna sér sögu þjóðveldisins og rekja breytingarnar til utanaðkomandi áhrifa. í þessu starfar hún sem sagnfræðingur eftir því sem ég fæ best séð, en gerir sig seka um ýmsar yfirsjónir og fljótfærnislegar ályktanir sem sum- ar hafa verið nefndar. Hvað eftir annað lýsir Hastrup sögulegri þróun sem á að hafa orðið fyrir 1100. Hún gerir t. d. ráð fyrir að engir leiguliðar hafi verið til framan af íslandsbyggð, þeir hafi komið þegar þrælahald lagðist af og skiptir þetta miklu máli í líkani hennar fyrir stéttir (bls. 106 o. áfr., 117), en auðvitað vitum við ekkert með vissu um þetta. Þá leggur hún mjög mik-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.