Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 16
Einar Sigurbjörnsson
Þar var ég ekki einn á báti. Fjöldi nemenda hans minnist hans með
hlýhug og þakklæti, ekki aðeins guðfræðingar, heldur líka kennarar og
hjúkrunarfræðingar.
Þjóðkunnur fræðimaður
Þegar Jóhann Hannesson var skipaður prófessor í guðfræði við
guðfræðideild Háskóla íslands árið 1959, var hann löngu þjóðkunnur
maður fyrir störf sín. Þjóðin hafði fylgst með honum og fjölskyldu hans
við erfið störf austur í Kína á styrjaldarárunum. Árið sem hann dvaldist
hér í fríi skömmu eftir stríð, kenndi hann við guðfræðideildina og
ritstýrði tímaritinu Víðförla og eftir að hann var alfluttur heim og tekinn
við störfum þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, aflaði hann sér viður-
kenningar meðal fólks fyrir ræður sínar og rit um margvísleg menning-
arleg málefni eins og fram kemur í ritaskrá hans annars staðar í þessu
riti. Hugleiðingar hans voru alltaf vekjandi og þeir voru margir úti um
allt land, sem fylgdust með öllu, sem hann lét frá sér fara í ræðu og riti.
Eins og fram kemur af ritaskrá hans átti hann sér víðtæk áhugamál og var
vakinn og sofinn í því að vekja, hvetja og leiðbeina.
Tvær tilvitnanir er hægt að setja sem nokkurs konar einkunnarorð um
hann sem fræðimann og kennara. Önnur er úr greininni „Myndar kristin-
dómurinn menningu?” þar sem hann ræðir hlutverk kristinna manna:
Hlutverk kristinna manna er að vera heilagur kjarni í menningunni til þess að bjarga
henni frá tortímingu, að vera í stað hinna fáu réttlátu, sem vantaði í Sódómu.1
Hin er úr ritlingi hans „Existensiell hugsun og existensheimspeki”, sem
hann gaf út sem kennsluefni í trúarheimspeki:
Að hugsa existensiellt er að hugsa með áhuga og ábyrgð, láta hvergi skeika að
sköpuðu, heldur láta hug fylgja máli.2
Hugsun hans var existensiell og hlutverk sitt sem vökumanns tók hann
alvarlega og rækti vel.
Fræðistörf
Guðfræðilega menntun sína og mótun hlaut Jóhann í Noregi, á skóla
norska kristniboðsfélagsins í Stafangri, þótt hann lyki guðfræðiprófi
héðan. Að námi loknu sótti hann heim Karl Barth í Basel haustið 1937 og
fór þangað í fótspor sr. Eiríks J. Eiríkssonar, sem þar hafði dvalist
haustið 1936 og rúmum 20 árum síðar átti eftir að verða eftirmaður hans
sem prestur og þjóðgarðsvörður á Þingvöllum.
1 Kristilegt stúdentablaö. 18. árg. (1953) s. 7.
2 „Existensiell hugsun og existensheimspeki." (fjölrit HÍ) s. 5.
14