Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 17

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 17
Fræðimaðurinn Jóhann Hannesson Karl Barth hafði mikil áhrif á hugsun Jóhanns og líka Anders Nygren og Lundarguðfræðin. Reit hann kynningargreinar í Víðförla 1948 um Barth og Nygren3 og þýddi ritgerðir eftir þá, er hann birti í sama riti.4 Ahrifin frá Barth vöruðu við og skrifaði hann um guðfræði hans í Orðið - Rit Félags guðfrœðinema árin 1967 og 1971.5 Frá Barth og Lundarguðfræðinni kom áhersla hans á sérstöðu kristin- dómsins, hið sérstaka og sértæka í kristinni boðun og vitnisburði. Með Barth hnykkti hann á því, að kristna trú mætti ekki skoða út frá öðrum forsendum en sínum eigin og opinberun Guðs í Jesú Kristi væri sá vitnis- burður, sem kristindómurinn stendur eða fellur með. Frá honum fær kirkjan aldrei vikist. Með Barth ítrekaði Jóhann líka hið hagnýta hlutverk allrar guðfræði, að hún miðaðist við prédikun kirkjunnar, mæti innihald hennar og gæfi leiðbeiningar um það. Jafnframt því að ítreka þessa sérstöðu kristinnar trúar, lagði hann áherslu á ábyrgð kristinna manna fyrir samtíð sinni. í þeirri áherslu má vissulega sjá áhrif frá Barth og þýsku kirkjubaráttunni. Aðallega er þama samt um að ræða áhrif frá lútherskri sköpunarguðfræði, sem vill meta og túlka lífið sjálft. Réttast er þó e.t.v. að segja, að í þessari áherslu birtist kristniboðinn og mótunin, sem Jóhann hlaut í Noregi, en norska guðfræði skýrgreindi hann á sínum tíma þannig, að hún hefði meiri áhrif „á hinu raunhæfa en á hinu fræðilega sviði.”6 Það má segja, að þetta tvennt, sérstaða kristindómsins og ábyrgð kristinna manna, sé rauður þráður í öllu því sem hann reit á sviði' guðfræði og almennra mála. Kemur hvor tveggja áherslan vel fram í greininni „Talað í trúnaði” sem birtist annars staðar í þessu riti. Líka má vitna í greinina „Synkretisminn og gleðiboðskapurinn”, sem hann skrifaði í Kristilegt stúdentablað árið 1964, þar sem hann kemst svo að orði: Ef oss væri ætlað að verða hólpnir fyrir skoðanir eða einhver andleg afrek, þá væri hægindastóllinn heppilegri en krossinn. Ur hægindastóli getur einn maður stjórnað heiminum ef hann hefur nóg völd. Sá sem er negldur á kross, getur ekkert annað en dáið. Og Jesús dó og var grafinn. En hefði sagan endað þar, þá væri ekki um gleðitíðindi að ræða. Gleðileg eru tíðindin í jólaguðspjallinu, af því að sá sem fæddist í Betlehem og var krossfestur á Golgata, reis upp frá dauðum. En það hefði heldur ekki nægt, að hann hefði risið upp, ef hann hefði ekki verið með sínum lærisveinum og með kirkju sinni alla daga, og væri enn þennan dag. Þessi tíðindi hafa skapað nýjan Guðs lýð í þessum gamla heimi, glaðan lýð, sem treystir því að hann muni fá að líta lausnara sinn og lifa með honum, þótt hin gamla og litla veröld tortímist. „Frelsaður kem ég fyrir þinn dóm, fagnaðarsælan heyri ég róm.” Þannig syngur kristin kirkja.7 3 ,Anders Nygren og guðfræði hans.“ Víðförli. Tímarit um guðfrœði og kirkjumál. 2.1.(1948) s. 15-27. „Karl Barth og guðfræði hans. Sama rit 2.2. (1948) s. 103- 113. 4 Karl Barth: „Vörn og vopn kristins manns.“ Víðförli. 1.4. (1947) s. 193-203. Anders Nygren: „Hinn kristni kærleikur.“ Sama rit 2.2. (1948) s. 94-101. 5 „Karl Barth og guðfræði hans.“ Orðið. 3.1-2 (1966-67) s. 3-14. „Karl Barth. Guðfræði hans og áhrif.“ Orðið. 7 (1971) s. 42-50. 6 Víðförli 2.2. (1948) s. 103. 7 „Synkretisminn og gleðiboðskapurinn.“ Kristilegt stúdentablað. 1964 s. 14. 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.