Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 17
Fræðimaðurinn Jóhann Hannesson
Karl Barth hafði mikil áhrif á hugsun Jóhanns og líka Anders Nygren
og Lundarguðfræðin. Reit hann kynningargreinar í Víðförla 1948 um
Barth og Nygren3 og þýddi ritgerðir eftir þá, er hann birti í sama riti.4
Ahrifin frá Barth vöruðu við og skrifaði hann um guðfræði hans í Orðið
- Rit Félags guðfrœðinema árin 1967 og 1971.5
Frá Barth og Lundarguðfræðinni kom áhersla hans á sérstöðu kristin-
dómsins, hið sérstaka og sértæka í kristinni boðun og vitnisburði. Með
Barth hnykkti hann á því, að kristna trú mætti ekki skoða út frá öðrum
forsendum en sínum eigin og opinberun Guðs í Jesú Kristi væri sá vitnis-
burður, sem kristindómurinn stendur eða fellur með. Frá honum fær
kirkjan aldrei vikist. Með Barth ítrekaði Jóhann líka hið hagnýta hlutverk
allrar guðfræði, að hún miðaðist við prédikun kirkjunnar, mæti innihald
hennar og gæfi leiðbeiningar um það.
Jafnframt því að ítreka þessa sérstöðu kristinnar trúar, lagði hann
áherslu á ábyrgð kristinna manna fyrir samtíð sinni. í þeirri áherslu má
vissulega sjá áhrif frá Barth og þýsku kirkjubaráttunni. Aðallega er þama
samt um að ræða áhrif frá lútherskri sköpunarguðfræði, sem vill meta og
túlka lífið sjálft. Réttast er þó e.t.v. að segja, að í þessari áherslu birtist
kristniboðinn og mótunin, sem Jóhann hlaut í Noregi, en norska guðfræði
skýrgreindi hann á sínum tíma þannig, að hún hefði meiri áhrif „á hinu
raunhæfa en á hinu fræðilega sviði.”6
Það má segja, að þetta tvennt, sérstaða kristindómsins og ábyrgð
kristinna manna, sé rauður þráður í öllu því sem hann reit á sviði'
guðfræði og almennra mála. Kemur hvor tveggja áherslan vel fram í
greininni „Talað í trúnaði” sem birtist annars staðar í þessu riti. Líka má
vitna í greinina „Synkretisminn og gleðiboðskapurinn”, sem hann skrifaði
í Kristilegt stúdentablað árið 1964, þar sem hann kemst svo að orði:
Ef oss væri ætlað að verða hólpnir fyrir skoðanir eða einhver andleg afrek, þá væri
hægindastóllinn heppilegri en krossinn. Ur hægindastóli getur einn maður stjórnað
heiminum ef hann hefur nóg völd. Sá sem er negldur á kross, getur ekkert annað en
dáið. Og Jesús dó og var grafinn. En hefði sagan endað þar, þá væri ekki um
gleðitíðindi að ræða. Gleðileg eru tíðindin í jólaguðspjallinu, af því að sá sem fæddist í
Betlehem og var krossfestur á Golgata, reis upp frá dauðum. En það hefði heldur ekki
nægt, að hann hefði risið upp, ef hann hefði ekki verið með sínum lærisveinum og
með kirkju sinni alla daga, og væri enn þennan dag. Þessi tíðindi hafa skapað nýjan
Guðs lýð í þessum gamla heimi, glaðan lýð, sem treystir því að hann muni fá að líta
lausnara sinn og lifa með honum, þótt hin gamla og litla veröld tortímist. „Frelsaður
kem ég fyrir þinn dóm, fagnaðarsælan heyri ég róm.” Þannig syngur kristin kirkja.7
3 ,Anders Nygren og guðfræði hans.“ Víðförli. Tímarit um guðfrœði og kirkjumál.
2.1.(1948) s. 15-27. „Karl Barth og guðfræði hans. Sama rit 2.2. (1948) s. 103-
113.
4 Karl Barth: „Vörn og vopn kristins manns.“ Víðförli. 1.4. (1947) s. 193-203.
Anders Nygren: „Hinn kristni kærleikur.“ Sama rit 2.2. (1948) s. 94-101.
5 „Karl Barth og guðfræði hans.“ Orðið. 3.1-2 (1966-67) s. 3-14. „Karl Barth.
Guðfræði hans og áhrif.“ Orðið. 7 (1971) s. 42-50.
6 Víðförli 2.2. (1948) s. 103.
7 „Synkretisminn og gleðiboðskapurinn.“ Kristilegt stúdentablað. 1964 s. 14.
15