Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 18

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 18
Einar Sigurbjörnsson Jóhanni var umhugað um þennan sérleik eða þessa séreign. Jafnframt ítrekaði hann, að sérstaðan er ekki nein forréttindi, heldur tilefni til þakkargerðar og vitnisburðar: Það er Guðs verk meðal ísraels lýðs í Jesú Kristi, og sagan af stórmerkjum Guðs og útbreiðsla hins gleðilega boðskapar um hina víðu veröld heiðingjanna, sem er sérleikur kristindómsins, en ekki ágæti kristinna manna. Þótt margir þeirra hafi mikið gott gert, þá er það til dýrðar Guði einum. Þegar kristnir menn ganga af trúnni, þá er það hið fyrsta að þegja um þessi gleðitíðindi, og afneita því eina nafni, nafni Jesú, sem þeim er gefið til hjálpræðis. - Margar „skoðanir” eru sameign, svo sem kenningin um einingu mannkynsins - hún er bæði hjá Páli postula og Stóuspekingunum. Vér skulum fagna því að eiga slíka „sameign” með göfugum mönnum í hópi heimspekinga og heiðinna snillinga. En „séreign” vor er ekki handa oss einum, heldur til þess að verða öllum þjóðum til blessunar. Að vera kristinn maður er meðal annars fólgið í því að vera sögumaður þessara gleðilegu tíðinda og söngmaður stórvirkja Guðs.8 í greininni „Kristin trú og þarfir þjóðfélagsins”9 varar hann við sinnu- leysi um þarfir þjóðfélgsins, að menn leiki á fiðlu, meðan Róm brennur og láti „sérfræðinga” um málin. Hvetur hann til þess, að kristnir menn veiti sérfræðingum, stjórnmálamönnum og öðrum mótendum almenn- ingsálitsins aðhald, svo að verðmætamat veraldarhyggjunnar, þar sem allt miðast við árangur, verði ekki alls ráðandi. Heimili og skólar þurfa „að kenna mönnum að meta hin ýmsu verðmæti, bæði almenn menningarleg verðmæti, trúarleg, siðgæðileg og þjóðleg verðmæti.” Afleiðingar verald- arhyggjunnar sér hann í vaxandi upplausn í samfélaginu. Hjónabönd og heimili leysast upp og allt stefnir til aukinnar tíðni tauga- og geðsjúk- dóma, afbrotum mun fjölga, áfengis- og eiturlyfjanautn verða meiri. Með þessu móti snýr veraldarhyggjan sér hægt og hægt frá Guði, uns guðleysið tekur við, sem snýr sér gegn Guði. Viðbrögð kirkjunnar hljóta að felast í viðurkenningu þess, að kristindómurinn taki til alls mannlífsins og miðast við það, að maðurinn viðurkenni „yfirveldi Guðs”.10 Geymir greinin líka greiningu á orsökum veraldarhyggjunnar og kynningu á viðbrögðum kirkjunnar manna við henni.* 11 Jóhann áleit ekki, að það væri einkamál presta að leggja kristið mat á málefni samtímans, heldur væri það skylda allra kristinna, skírðra manna. Því beindi hann máli sínu til þeirra í almennum ritum. Greinar þær, sem áður eru nefndar, „Myndar kristindómurinn menningu?” frá 1953 og „Synkretisminn og gleðiboðskapurinn” frá 1964, bera þeim áhuga vitni, sömuleiðis Þankarúnimar, sem hann skrifaði í Lesbók Morgunblaðsins um skeið. Þar fjallaði hann um margvísleg málefni samtímans og kynnti þau í því skyni, að menn mættu átta sig á orsökum og afleiðingum og gætu lært að meta fyrirbærin út frá sjónarhomi kristinnar trúar. Greinin 8 „Synkretisminn og gleðiboðskapurinn." Kristilegt stúdentablað. 1964 s. 14 (leturbr.hans). Sjá og grein hans „Dr. Karl Ludvig Reichelt og kristniboð hans.“ Kirkjuritið 13.1.(1947) s 47-59. 9 Kristilegt stúdentablað 1958 s. 4-6, 27-28. 10 Kristilegt stúdentablað 1958 s. 27. 11 Greinin „Vandamál veraldarhyggjunnar.“ Kirkjuritið 26.1. (1960) s. 15-17, fjallar um sama efni út frá sömu forsendum. 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.