Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 23

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 23
Fræðimaðurinn Jóhann Hannesson geyma hugleiðingar út frá ferð, sem hann fór í nóvember 1970 til þess að kynna sér kennslu í kennimannlegri guðfræði í Osló. í trúfræðinni las Jóhann fyrir Skabelse og genlbsning eftir Regin Prenter og var allbundinn af henni í yfirferðinni.23 Ástæðan var sennilega sú, að hann vildi veita stúdentum tilsögn í lestri þeirrar erfiðu bókar og áleit, að kæmust menn inn í hugsunarhátt hennar, þá væru þeim allir vegir færir við lestur annarra, erfiðra texta. Aðferð Prenters var Jóhanni lfka að skapi. Prenter fylgir Barth í þeirri áherslu, að í trúfræðinni skuli leitast við að túlka sérstöðu hins kristna trúarinnihalds út frá þess eigin forsendum, þar sem opinberun Guðs í Jesú Kristi er þungamiðjan. í útlistun sinni tekur Prenter fyrir hvert trúar- atriði fyrir sig og leitast við að gera því skil. Gerir hann grein fyrir biblíulegri merkingu hvers trúaratriðis með krítískum rannsóknar- aðferðum og einkenndi Jóhann stefnu Prenters með orðunum „biblíulegur realismi.” I Hómiletískum þáttum II segir Jóhann um trúvörn eða apologetík á þessa leið, sem er mjög í anda trúfræði Prenters: Bezta apologetikin er vel fluttur fagnaðarboðskapur, þar sem díalektík lögmáls og fagnaðarerindis kemur ljóslega fram og frjálsræði Guðs erekki undan dregið.24 Um leið og Prenter fylgir Barth þama að málum aðferðafræðilega, reynir hann að forðast það sem oft hefur verið nefnt „kristseinhyggja” (christomonism) Barths með jákvæðara mati á sköpuninni, svo að guðssamband verði ekki túlkað þekkingarfræðilega, heldur umfram allt tilvistarlega. Af þeim sökum setur Prenter á oddinn orðasamband Grundtvigs „Menneske fprst og kristen sá”25 og ítrekar hina lúthersku áherslu á lögmál og fagnaðarerindi, þar sem lögmálið kemur á undan og merkir kröfu Guðs í samskiptum manna á meðal. Fagnaðarerindið kemur á eftir sem endurleysandi boðskapur handa þeim sem lifir og þjáist undir kröfu lögmálsins og býður honum frelsun óverðskuldað.26 Þessi áhersla Prenters átti hljómgmnn í huga Jóhanns, sem vildi ítreka „hið raunhæfa” í kristinni boðun. Trúaratriðin, sem trúfræðin útlistar eitt af öðm, verður að prófa á vettvangi hins lifaða lífs. Rit Jóhanns af vettvangi trúfræðinnar em eins og áður segir aðallega þýðingar og skýringar við valda kafla í trúfræði Prenters, sem hann dreifði í fjölritum meðal stúdenta. En ritið Gnósis og dogma (1972) má telja til trúfræðinnar. Þar fjallar Jóhann um gnóstíkastefnu fomaldar. Greinir hann þar í skilmerkilegu máli frá uppistöðum þeirrar stefnu, rótum hennar og innviðum með samanburði við kristna kenningu eða dogmu. 23 Sjá líka grein sr. Heimis Steinssonar annars staðar í þessu riti. 24 Hómiletískir þœttir II s. 40. 25 R.Prenter: Skabelse og genlfisning.Kpbenhavn 1962, s. 286-295. 26 Þann kafla trúfræði Prenters, sem fjallar um lögmál og fagnaðarerindi, 6. kaflann, Skabelse og genl0sning s. 94-117, þýddi próf. Jóhann og dreifði í fjölriti undir heitinu „Lögmál og evangelium". Þá samdi Jóhann ítarlega grein um ,Uögmál Guðs“ árið 1952, og er handritið (52 s.) í vörslu Guðfræðistofnunar. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.