Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 30
Gunnlaugur A. Jónsson
hann lauk með sérlega glæsilegu prófi, auk þess sem hann nam haustið
1937 hjá kunnasta guðfræðingi þessarar aldar, höfuðandstæðingi frjáls-
Wndu guðfræðinnar, sjálfum Karli Barth í Basel. Er Jóhann einn þriggja
Islendinga er setið hafa við fótskör þess mikla meistara,9 og sjálfur var
Jóhann ekki síður harðorður í garð hinnar frjálslyndu guðfræði en Barth
og sagði að það væri þýðingarmikill þáttur í starfinu að berjast gegn villu
hinnar frjálslyndu guðfræði, sem tilbæði guðshugmynd sína í stað þess að
tilbiðja Guð. „Ávöxt þesskonar og annarskonar manndýrkunar sjáum við
nú í hinum ægilegu heims-viðburðum,“ skrifar Jóhann.10
Þá las og Jóhann einnig nokkuð í læknisfræði og var við enskunám í
London.* 11
Samferða ofsóttum Gyðingum
Þegar þau Astrid og Jóhann fóru í fyrra skiptið til Kína voru þau á
leiðinni frá Feneyjum til Hong Kong samskipa 600 ofsóttum Gyðingum.
Þar var um að ræða þýska Gyðinga sem reknir höfðu verið frá
Þýskalandi allslausir, og höfðu margir þeirra áður mátt þola pyntingar í
fangabúðum nasista. Jóhann hefur lýst því hve átakanleg og hrollvekjandi
reynsla það hafi verið að sjá spádóma Barths uppfyllast í meðferð nasista
á Gyðingum. Þessir Gyðingar voru á leið til Shanghai vegna þess að hún
var þá nokkurs konar fríborg er hafði gleymt að setja lög til að banna
innflutning ríkisfangslausra manna. „Þessi reynsla var því lík sem að
ganga beint inn í uppfyllingu spádóma Barths rúmu ári áður,“ skrifar
Jóhann í einni greina sinna um Karl Barth.12
Astrid er þetta ferðalag sömuleiðis mjög minnisstætt. Sérstaklega
minnist hún fjölskyldu sem þau kynntust vel úr hópi Gyðinganna á
skipinu. Konan var doktor í heimspeki og maðurinn tannlæknir. Jóhann
hafði mjög gaman af að tala við þau og ekki síst við 16 ára gamla dóttur
þeirra, sem var mjög skýr. Þetta fólk fékk mikinn áhuga á kristinni trú.
9 Auk Jóhanns voru það þeir Eirlkur Eiríksson og Sigurbjöm Einarsson. Eiríkur var
þar við nám 1936-1937, Jóhann haustið 1937 og Sigurbjöm veturinn 1947-48.
10 „Til íslenzkra kristniboðsvina." Bjarmi 35,2/1941, 15. jan., s. 1. Á sama hátt og
Karl Barth skar upp herör gegn hinni svokölluðu frjálslyndu guðfræðistefnu í
Þýskalandi — en hún hafði verið ríkjandi í Þýskalandi ffá því fyrir aldamót — gefur
Jóhann sér tíma til þess frá annríki kristniboðsstarfanna í Kína að senda Bjarma
greinar þar sem hann ræðst harkalega gegn þeirri trúmálastefnu á íslandi sem gert
hafði „ffjálslyndið“ að einkunnarorðum sínum. Sjá einkum greinamar „Sannleiksást
og 'frjálslyndi'“ íBjarma 33,18/1939, 15. sept. s. 2 og „Kirkjan í hættu!“ íBjarma
35,9/1941, 1. maí, s. 2 þar sem hann gagnrýnir harðlega skoðanir er koma fram í
Hirðisbréfi Sigurgeirs biskups Sigurðssonar. Um áhrif Barths á Jóhann vísast til
greinar dr. Einars Sigurbjömssonar prófessors hér að framan.
11 Ég hafði gaman að því er ég fyrir skömmu kannaði bréfasafn Breska og erlenda
biblíufélagsins á háskólabókasafninu í Cambridge að rekast þar á minnispunkta frá
fundi félagsins með Jóhanni Hannessyni í London 1938 um málefni íslenskra
biblíuþýðinga. Var það mér enn ein sönnun þess hve víða Jóhann kom við á
starfsævi sinni.
12 Jóhann Hannesson, „Karl Barth, guðfræði hans og áhrif.“ Orðið. Rit Félags guð-
frœðinema 7/1970-1971, s. 44.
28