Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 33
Að leggja nýtt land undir konungsríki Jesú Krists
Ekki mátti hindra frjálsa umferð andanna!
í einni af blaðagreinum sínum hefur Jóhann lýst á skemmtilegan hátt
umhverfi kristniboðsstöðvarinnar í Sinhwa. Múrar, nokkuð á aðra
mannhæð, höfðu verið hlaðnir kringum öll húsin, kirkju, sjúkrahús,
starfsmannabústaði, garða og bletti. „Hlið var út að götunni og hús áfast
við, og var þar jafnan dyravörður, sem leiðbeindi gestunum. Hliðinu var
lokað á nóttum, en mönnum hleypt irm ef þeir áttu brýnt erindi, t.d. með
sjúklinga. Var þetta skipulag almennt í Kína við flestar stofnanir.
Óvenjulegt var aftur á móti að þrjú göt voru gegnum múrinn á einum
stað, svo lítil að eigi mátti maður kreppa hnefann ef hann vildi stinga
hendi gegn um eitt gatið. Götin vom sett í um leið og múrinn var hlaðinn
samkvæmt óskum fyrri landeiganda, og mátti ekki troða neinu í þau né
loka þeim. — En hvað kom seljandanum til að setja þessi skilyrði? Svar:
Ekki mátti hindra frjálsa umferð andanna, hvorki framliðinna né annarra.
Gangbrautir þeirra vom um axlarhæð frá jörðu, og virtist það valda
þeim óþægindum að fara öllu hærra. Nú vom götin þrjú, og þar eð
andamir virtust vera minni en hnefastórir, getur mikill fjöldi þeirra hafa
farið um götin daglega án þess að öngþveiti myndaðist eða biðröð.
Óþægindi höfðum vér engin af þessum öndum og lentum aldrei í
árekstmm við þá. Þó kunna þeir að hafa hraðað sér út um götin þegar vér
héldum morgunbæn eða messu og klukknahljómurinn barst út yfir
borgina.“20 Síðan lýsir Jóhann því hvemig slíkir andar vom á ferli út um
allar jarðir í Kína. Þama sé á ferðinni hugsun sem nefnist animismi og
hvíli eins og farg á alþýðu Asíu og Afríku. Greininni lýkur Jóhann með
að vekja athygli á að animisminn sé einnig til hjá okkur íslendingum.
„Takið aðeins eftir tali blaðamanna um prentvillupúkann! . . . Þá em
menn, sem leggja lag sitt við lægstu gerð af öndum, fara sálfömm, og
snúa aftur inn í þennan heim með alls konar þvætting, sem fyllir heilar
bækur. Sízt er slíkt vænlegt til sálarheilla eða framfara í vísindum og
sannri þekkingu á mönnum og málefnum.“ Grein þessi er aðeins eitt
dæmi af fjölmörgum um hvemig reynslan frá Kína reyndist Jóhanni
óþrjótandi uppspretta í skrifum hans fyrir íslenska lesendur.
Ferðalögin fóru með heilsu Jóhanns
Kristniboðsstarfið í Sinhwa átti ræktur sínar að rekja til þess að Andreas
Fleischer, síðar biskup í Bergen, hóf þar starf árið 1906. Sinhwa-héraðið
var að mörgu leyti eitt verkmesta og erfiðasta „prestakallið“ sem heyrði
undir Norska kristniboðsfélagið.21 Hafði enda lengi staðið til að skipta
því í tvennt og gera Lantien, sem var útibússtöð í austurhluta héraðsins,
að aðalstöð og byggja þar nýja kristniboðsstöð, en af því gat ekki orðið
eftir að Noregur var hemuminn.
Fimmtán söfnuðir heyrðu undir krismiboðsstöðina í Sinhwa, og tók um
þrjár vikur að heimsækja þá alla þó aðeins væri staðið við einn dag á
20 „Þankarúnir.“ Lesbók Mbl. 1966, 32. tbl., s. 11.
21 „Frá kristniboðinu.“ Bjarmi 35,18/1941, nóv„ s. 3.
31