Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 34
Gunnlaugur A. Jónsson
hverjum stað. Fjölþætt starfsemi var rekin af kristniboðsstöðinni í Sinhwa
en starfsliðið fámennt. Á kristniboðsstöðinni voru auk þeirra hjóna þrjár
norskar konur — tvær hjúkrunarkonur og ein sem var kristniboði — og
einn kínverskur læknir. Það var því mikið starf sem hvíldi á herðum
fárra, og bágborinn fjárhagur gerði það að verkum að ýmislegt varð
erfiðara en ella. Jóhann þurfti til dæmis að fara fótgangandi mjög langar
vegalengdir út í héruðin og það fór með heilsu hans. „Fjárhagurinn var
þannig að við höfðum ekki efni á öðru en að ganga,“ segir Astrid.
„Loftslagið var ekki heldur það allra besta, og Jóhann var ekki vel
hraustur. Hann hafði fengið mislinga 22 ára og fékk þá eitthvað fyrir
hjartað og var aldrei virkilega vel hraustur eftir það.“
Starf Jóhanns var ekki síst fólgið í því að ferðast um hið víðáttumikla
umdæmi sem kristniboðsstöðinni var ætlað að þjóna og heimsækja
söfnuðina fimmtán. íbúamir vom hátt á aðra milljón í borgum, bæjum
og sveitum. í hvert skipti sem Jóhann heimsótti söfnuðina varð hann að
ferðast rúmlega 350 km, þar af 50 km á bát, en hitt fótgangandi, stundum
með manni er aðstoðaði hann við að bera nauðsynlegan farangur, en oft
einn. Vegalengdin sem hann þurfti að fara fótgangandi var því álíka mikil
og þvert yfir ísland, og söfnuðina þurfti hann að heimsækja þrisvar til
fjómm sinnum á ári.
Það kom einnig í hlut Jóhanns að skrifa og sjá um kirkjubækur fyrir
alla söfnuðina fimmtán og einnig að leiðbeina þeim um bókhald og
fjárhagsáætlanir. „En fyrst og fremst að boða Guðs orð og veita sakra-
mentin, skím og kvöldmáltíð, þegar tækifæri gefst, og þar sem menn em
færir um að taka við þeim. Það tekur áhugasaman heiðingja rúmlega eitt
ár að búa sig undir skím, eftir að hafa tekið trú og játað, að hann vilji
verða kristinn maður. Reynslan sýnir, að eitt ár er ekki of langur tími til
að sjá, hvað með manninum býr,“ skrifar Jóhann í einu bréfa sinna frá
Kína.22 Þá fór mjög mikill tími í bréfaskriftir á kínversku, ensku og
norsku og raunar á íslensku líka því Jóhann sendi reglulega bréf til
kristniboðsvina heima.
Starf meðal holdsveikra
Jafnframt kristniboðsstarfinu hafði Jóhann með höndum aðalumsjón
holdsveikraheimilis í borginni og annaðist bókfærslu þess, en starfið þar
hvíldi annars mikið á konu hans. Holdsveiki var mjög algeng á þessum
slóðum, og meðal þjóðarinnar ríkti hið mesta hirðuleysi um þennan
sjúkdóm. Höfðu menn um hönd kukl og særingar til að hljóta lækningu
enda var hjátrú í sambandi við sjúkdóma mjög algeng. Holdsveikra-
heimilið tók um þrjátíu sjúklinga, en ekki hefði veitt af heimili handa 300
sjúklingum. Árás Þjóðverja á Noreg hafði hins vegar gert það að verkum
að ekkert fé kom frá Noregi til starfseminnar. Leit því um skeið út fyrir
að vegna fjárhagsörðugleika yrði að loka heimilinu, þó svo færi ekki.
Árið 1942 veitti kínverska stjómin heimilinu styrk, sem tryggði áfram-
22 >(Frá kristniboðanum: Bréf frá Kína.“ Bjarmi 36,9/1942, 29. ágúst, s. 2.
32