Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 35
Að leggja nýtt land undir konungsrfki Jesú Krists
haldandi starfsemi. Erlend góðgerðafélög studdu starfið einnig dálítið.
„Það hefir verið hlutverk mitt að skrifa fjölda bréfa og biðja um þetta fé
og hafa með höndum eftirlit og bókfærslu. En kínverskir samverkamenn
gera mest af starfinu. Fjórir hinna holdsveiku hafa orðið kristnir á
árinu,“ skrifar Jóhann í skýrslu sinni fyrir árið 1942.23
Á sama hátt og aðrir kristniboðar á þessum slóðum varð Jóhann að
taka þátt í starfi því sem Rauði krossinn vann til hjálpar hinni stríðshrjáðu
þjóð. Þátttaka hans var að miklu leyti fólgin í bréfaskriftum á ensku og að
úthluta fé sem safnað hafði verið handa flóttamönnum. Þetta var að
sjálfsögðu talsvert vandaverk því nóg var af mönnum sem vildu ná
þessum fé með brögðum, þó að þeir hefðu enga þörf fyrir það.
Verðbólgan torveldaði starfið
Þegar Jóhann Hannesson gerði grein fyrir helstu erfiðleikunum varðandi
starfið á kristniboðsakrinum þá var honum ekki efst í huga að hann varð
að ferðast fótgangandi svo miklar vegalengdir að erfitt er að gera sér þær
í hugarlund. Það sem, að hans mati, olli mestum erfiðleikum á fyrstu
starfsárunum í Sinhwa var verðbólgan, sem styrjöldin átti mikinn þátt í.
Allar nauðsynjar höfðu tí- eða fimmtánfaldast í verði á tiltölulega
skömmum tíma. Hækkanir á launum kirkjulegra starfsmanna höfðu hins
vegar verið alltof litlar í samanburði við hækkanir. Af þessu leiddi að
þrír af samverkamönnum Jóhanns hættu á árinu 1941, og olli það að
sjálfsögðu miklum erfiðleikum. Fór mikill tími Jóhanns í að útvega nýja
starfsmenn í þeirra stað. í skýrslu fyrir starfið á árinu 1942 er Jóhanni
dýrtíðin ofarlega í huga og nefnir að margar vörur hafi hundraðfaldast í
verði síðan styrjöldin byrjaði. Kristniboðar hafi þess vegna orðið að
hætta við að kaupa ýmsar nauðsynjavörur, mjólk, steinolíu, skó, fatnað,
smjör, ost, bækur og flestöll blöð.24
Fæðið samanstóð langmest af grænmeti og hrísgrjónum. Kjöt og fiskur
voru nánast munaðarvörur, sem sjaldan voru á borðum vegna þess hve
sparlega varð að fara með fé kristniboðsins til að geta haldið áfram hinu
mikla starfi, sjúkrahúsum, skólum, holdsveikrahælum og kirkjum með
margþættu safnaðarstarfi þar sem fátæklingum og flóttamönnum var veitt
hjálp í neyðinni.
„Með þessari sparsemi þarf maður ekki að hafa áhyggjur af hinum
grönnu línum líkamans. Þær koma af sjálfu sér. Þegar buxur og jakkar
urðu gatslitin, varð að bæta þau og nota fötin áfram. Sumir höfðu kín-
verskan slopp úr lélegu efni til að hylja hin fátæklegu föt. Kuldatímabilið
er ekki langt í Kína, en þó nógu kalt til þess að mönnum getur liðið illa,
þegar ekki er hægt að leyfa sér að hafa eld í ofnunum,“ skrifar Jóhann
m.a.25
23 Jrá kristniboðsakrinum 1942.“ Bjarmi 37,12/1943, ágúst, s. 2.
24 ,JFrá kristniboðsakrinum 1942.“ Bjarmi 37,12/1943, ágúst, s. 2.
25 „Til hvers er ferðin farin?“ Jólaklukkur 1948, s. 5.
33