Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 36

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 36
Gunnlaugur A. Jónsson Það var auðvitað viss verkaskipting á kristniboðsstöðinni. Astrid vann mikið við holdsveikraspítalann, eins og áður var getið. Þá vann hún við ungbamaeftirlit og hafði samverustundir með gömlu konunum og fór í gegnum sunnudagstextann með þeim. Einnig fór hún út á götur og inn á heimili með kínverskri „biblíukonu.“ Fátæktin var mikil og Astrid nefnir að það hafi verið mikil hjálp að fékk hún fékk talsvert af efni frá Ameríku sem hún gat látið sauma föt upp úr. Jól í Kína26 Árið 1941 vom margir flóttamenn úr strandfylkjum Kína komnir til Sinhwa-héraðs. Meðal þeirra var þó nokkuð af kristnum mönnum frá ýmsum kirkjudeildum. Margir þeirra höfðu þá tekið sér bólfestu í borginni Nantien, um 60 km frá kristniboðsstöðinni í Sinhwa. Um þessar mundir stóð svo á að báðir kínversku prestamir í þessarri sýslu höfðu látið af störfum, og hafði það gerst nokkru áður en Astrid og Jóhann tóku við kristniboðsstarfinu. Voru það meðal annars fjárhagsörðugleikar og upplausn styrjaldaráranna sem olli því. Nú bar svo við, skömmu fyrir jólin, að söfnuðurinn í Nantien, sem um þessar mundir var allstór, hafði skrifað bréf og beðið um að einhver prestur kæmi til þeirra á jólunum. En enginn kínverskur prestur var kominn í stað þeirra sem látið höfðu af störfum. Það kom í hlut Jóhanns að svara þessu bréfi, og eftir að hafa hugsað málið og ráðgast við konu sína ákváðu þau að gera það, sem menn gera sjaldan á jólunum ef hjá því verður komist, en það er að fara að heiman rétt fyrir jólin og verja þeim þar sem allt var miklu erfiðara og óþægilegra en heima. Þannig vildi til að kristniboðinn sem verið hafði á undan þeim hjónunum í Sinhwa var staddur þar um þetta leyti. Bað Jóhann hann að taka að sér að halda guðsþjónustur á aðalstöðinni, og féll í hans hlut að skíra meir en 20 manns, sem skíra átti þar á jólunum. Þau Astrid og Jóhann lögðu nú af stað fótgangandi til Nantien. Þetta var viku fyrir jól. Rigning var, norðanátt og kalt í veðri. Fyrsta daginn gengu þau um 20 km og gistu á kristniboðsstöð hjá Kínverjum sem þau þekktu lítið eitt. Öll herbergi voru köld, rúmfötin, sem þau höfðu með- ferðis, og burðarkarl bar, breiddu þau á fjalir og sváfu þannig um nótt- ina. Þreytan olli því að þau sváfu sæmilega þó rúmið hafi ekki verið þægilegt. Daginn eftir var ferðinni haldið áfram og nú famir um 40 km, að mestu leyti fótgangandi og komust þau til Nantien þann dag. Var þá gott veður, en kalt og snjór í fjöllum. Allir sem þau mættu virtust hafa mikið að gera, en að sjálfsögðu var þar ekki um að ræða annir vegna jólaundir- búnings, því fæstir höfðu hugmynd um að til væm nokkur jól. Þegar til Nantien var komið var þeim vel fagnað. Húsakynnin þama á stöðinni vom rúmgóð og samkomusalurinn allstór, en engin vom þægindin, ekki einu sinni ofnar til að hita húsin með. Astrid varð nú eftir í Nantien og 26 Hér er stuðst við erindi þeirra hjóna,Jólaminningar frá Kína.“ 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.