Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 36
Gunnlaugur A. Jónsson
Það var auðvitað viss verkaskipting á kristniboðsstöðinni. Astrid vann
mikið við holdsveikraspítalann, eins og áður var getið. Þá vann hún við
ungbamaeftirlit og hafði samverustundir með gömlu konunum og fór í
gegnum sunnudagstextann með þeim. Einnig fór hún út á götur og inn á
heimili með kínverskri „biblíukonu.“ Fátæktin var mikil og Astrid nefnir
að það hafi verið mikil hjálp að fékk hún fékk talsvert af efni frá
Ameríku sem hún gat látið sauma föt upp úr.
Jól í Kína26
Árið 1941 vom margir flóttamenn úr strandfylkjum Kína komnir til
Sinhwa-héraðs. Meðal þeirra var þó nokkuð af kristnum mönnum frá
ýmsum kirkjudeildum. Margir þeirra höfðu þá tekið sér bólfestu í
borginni Nantien, um 60 km frá kristniboðsstöðinni í Sinhwa. Um þessar
mundir stóð svo á að báðir kínversku prestamir í þessarri sýslu höfðu
látið af störfum, og hafði það gerst nokkru áður en Astrid og Jóhann tóku
við kristniboðsstarfinu. Voru það meðal annars fjárhagsörðugleikar og
upplausn styrjaldaráranna sem olli því.
Nú bar svo við, skömmu fyrir jólin, að söfnuðurinn í Nantien, sem um
þessar mundir var allstór, hafði skrifað bréf og beðið um að einhver
prestur kæmi til þeirra á jólunum. En enginn kínverskur prestur var
kominn í stað þeirra sem látið höfðu af störfum. Það kom í hlut Jóhanns
að svara þessu bréfi, og eftir að hafa hugsað málið og ráðgast við konu
sína ákváðu þau að gera það, sem menn gera sjaldan á jólunum ef hjá því
verður komist, en það er að fara að heiman rétt fyrir jólin og verja þeim
þar sem allt var miklu erfiðara og óþægilegra en heima. Þannig vildi til
að kristniboðinn sem verið hafði á undan þeim hjónunum í Sinhwa var
staddur þar um þetta leyti. Bað Jóhann hann að taka að sér að halda
guðsþjónustur á aðalstöðinni, og féll í hans hlut að skíra meir en 20
manns, sem skíra átti þar á jólunum.
Þau Astrid og Jóhann lögðu nú af stað fótgangandi til Nantien. Þetta
var viku fyrir jól. Rigning var, norðanátt og kalt í veðri. Fyrsta daginn
gengu þau um 20 km og gistu á kristniboðsstöð hjá Kínverjum sem þau
þekktu lítið eitt. Öll herbergi voru köld, rúmfötin, sem þau höfðu með-
ferðis, og burðarkarl bar, breiddu þau á fjalir og sváfu þannig um nótt-
ina. Þreytan olli því að þau sváfu sæmilega þó rúmið hafi ekki verið
þægilegt.
Daginn eftir var ferðinni haldið áfram og nú famir um 40 km, að
mestu leyti fótgangandi og komust þau til Nantien þann dag. Var þá gott
veður, en kalt og snjór í fjöllum. Allir sem þau mættu virtust hafa mikið
að gera, en að sjálfsögðu var þar ekki um að ræða annir vegna jólaundir-
búnings, því fæstir höfðu hugmynd um að til væm nokkur jól. Þegar til
Nantien var komið var þeim vel fagnað. Húsakynnin þama á stöðinni
vom rúmgóð og samkomusalurinn allstór, en engin vom þægindin, ekki
einu sinni ofnar til að hita húsin með. Astrid varð nú eftir í Nantien og
26 Hér er stuðst við erindi þeirra hjóna,Jólaminningar frá Kína.“
34