Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 37
Að leggja nýtt land unciir konungsríki Jesú Kiists
tók að undirbúa jólin, en Jóhann hélt áfram ferðinni enn lengra áfram til
að heimsækja tvo söfnuði í viðbót, þar á meðal einn sem var um 30 km
frá Nantien. Þar skírði Jóhann tvo menn sem áttu heima í þorpi þar sem
engir kristnir menn höfðu áður verið í. Síðar myndaðist þar blómlegur
söfnuður.
Jóhann sneri aftur til Nantien á aðfangadag. Var þá undirbúningnum
undir jólahátíðina að miklu leyti lokið, og um kvöldið hófst hátíðin sjálf.
Kom þá í kirkju á fjórða hundrað manns, en um 20 af hundraði munu
hafa verið kristnir menn. Hitt voru heiðnir vinir og kunningjar þeirra.
Unga, kristna fólkið í söfnuðinum stjómaði sjálft hátíðinni á aðfanga-
dagskvöld, og kristnir kennarar tóku líka þátt í henni. Jólaboðskapurinn
var fluttur á mjög leikrænan hátt, og vom tvö atriði í jólaboðskapnum
sviðsett eða leikin: Boðun Maríu og englasöngurinn í Betlehem. Þeim
Astrid og Jóhanni þótti ekkert athugavert við að sjá boðskapinn þannig
klæddan í austurlenskan búning, og þótti þetta fara mjög vel fram og tóku
eftir því að heiðingjamir hlustuðu á allt með mikilli eftirtekt. Jóhann
notaði þetta einstæða tækifæri til að ávarpa kirkjugesti:
„Kæm vinir! Þið hafið sýnt það hér í kvöld að þið trúið boðskapnum
frá himni, þeim er englamir fluttu forðum, með því að þið hafið nú
boðað hann á ný hér í kirkjunni. Það hefir glatt mig mjög að heyra mál
ykkar og söng. En eins og þið vitið vel, er það ekki aðeins á jólunum sem
við eigum að flytja þennan gleðilega boðskap, heldur alla okkar æfí. Guð
gefi að menn geti jafnan séð það, hvar sem þið farið, að þið emð
sendiboðar hans. Þá mun Guðs orð uppfyllast á okkur að við verðum — í
upprisunni eins og englar Guðs á himni.“
Eftir þetta var gengið í kringum jólatré og sungnir söngvar. Á jóladag
flutti Jóhann hásmessu með altarisgöngu. Komu þá margir af hinum
kristnu flóttamönnum til altaris, þar á meðal allmikið af unga fólkinu,
sem hafði talað á hátíðinni á aðfangadagskvöld, stúdentar, kennarar og
aðrir.
Styrjöldin
Kristinboðsstarfið mótaðist vitaskuld mjög af styrjöldinni. Til marks um
það er til dæmis að öll árin sem þau hjónin störfuðu í Kína vom kirkju-
klukkumar aðeins notaðar sem loftvamarmerki. í starfsskýrslu sinni
fyrir árið 1942 segir Jóhann að erfiðleikamir Kína hafi aukist mjög eftir
að Japanir hófu styrjöld við Breta og Bandaríkjamenn og tóku ýmsar
þýðingarmestu borgir þessara stórvelda í Austurlöndum. Eftir það lok-
uðust allar aðrar samgönguleiðir en flugleiðin til Indlands og Rússlands.
Öll strandlengjan var í höndum Japana, sömuleiðis mikið af ríkustu og
frjósömustu byggðum Kína. Hin vestlægu hémð urðu allt of þéttbýl vegna
mikils fjölda flóttamanna sem bæst hafði við hinn venjulega íbúafjölda.
Segir Jóhann að stórkostleg þjáning og miklir erfiðleikar ríki meðal
fátækra og flóttamanna. „Þrátt fyrir þetta halda Kínverjar uppi vöm
landsins . . . Óvinunum hefur lítið orðið ágengt á þessum slóðum og
35