Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 54

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 54
Heimir Steinsson nema, áður en ég skipaðist í þeirra sveit. Löngun, fyrirvari og jafnvel fordómar toguðust á í hugskotinu. Hvað voru þessir fáu stúdentar og kennarar þeirra að fást við þama í Kapellunni? Hve mikill hugur fylgdi máli þeirra og athöfnum? Bjuggu þeir yfir einhverjum leyndardómi, sem ég ekki þekkti? Þannig var spurt, — og er vafalaust spurt enn í dag. Séra Jóhann Hannesson átti drjúgan þátt í að svara þessum spumingum. Fyrstu svörin féllu í upphafi náms. Séra Jóhann leiðbeindi stúdentum við bamafræðslu. Þar lærðu nemendur að standa fyrir „sunnudagaskóla” með viðeigandi kennslu í kristnum fræðum og umfram allt með því að hafa orð fyrir bömunum við tilbeiðslu. Isinn var brotinn. Það sem fyllt hafði hjartað, fékk að streyma fram, í hóglegu og hlýju föruneyti séra Jóhanns. Samtímis tóku við fyrrgreindar morgunbænir og þátttaka í messugjörð. Æfingamessur vom ummyndun. Lindimar mnnu. Predikunarfræði var einhvers konar blanda af akademíu og helgihaldi. Gagnlegt var þar að vera og aga huga og hönd, beygja sig fyrir kröfum ritningartextans og leitast við að halda þræði. E.t.v. vom markmiðin aldrei svo skýr sem skyldi í þessari grein, m.a. vegna þess að hlustendahópurinn var í rauninni óþekkt stærð. Starfandi predikari hefur í sífellu í huga það fólk, sem hann hyggst tala til, hagi þess og hneigðir, skilning og takmarkanir. Slíku verður lítt við komið í skólastofu. Afleiðingin reynist sú, að predikun guðfræðinemans er iðulega meira í ætt við fræðilega smáritgerð en lifandi orð. Þetta er hvorki sagt til að kasta rýrð á menn né málefni, einungis í því skyni að benda á vandkvæði, sem vísast er torleyst, en brýnt að íhuga á hverri tíð. Séra Jóhann gerði sér fullnaðargrein fyrir nefndu vandkvæði. Iðulega hafði hann orð á því, að skólapredikanir væm öðm fremur æfingar í að „láta textann tala.” Að námi loknu og að fenginni vígslu biðu manna sundurleitari verkefni, sem bregðast yrði við á sínum tíma og í sinni röð. Ekki verður svo við þetta efni skilizt, að ónefnd sé predikun, sem Jóhann Hannesson sjálfur flutti við messu í Háskólakapellunni kvöld eitt á aðventu seint á námsámm mínum. Þar fléttaði presturinn og prófessorinn saman djúpstæð og víðtæk fræði sín og hugheila trú á Jesúm Krist svo fimlega, að aldrei gleymist þeim, er heyrðu. Vísast var sú predikun samantekt þess, er prófessor Jóhann jafnan vildi sagt hafa sem leiðbeinandi í „kennimannlegri guðfræði.” í strætisvagni og mjólkurbúð Svo vildi til, að á námsárum mínum vorum við prófessor Jóhann nágrannar. Iðulega lágu leiðir okkar saman í strætisvagninum. Þar var Jóhann jafnan annars hugar tilsýndar. En næði ég að tylla mér við hlið hans, var óðara um skipt. Jóhann lék þá við hvem sinn fingur, ræddi um sundurleit efni, og hugurinn flaug víða. Löngum var stutt í „fræðin.” Jóhanni var tamt að fjalla um smávægilegustu hluti í ljósi trúar sinnar, oftsinnis með 52
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.