Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 56
Heimir Steinsson
í kennaraliði guðfræðideildar virðist mér á þessum árum verið hafa
valinn maður í hverju rúmi. Minningamar um þá eru svo skærar, að þar
ber í raun og sannleika alls engan skugga á. Má slíkt mikið vera í
hrösulum heimi.
Rökvísin og heiðríkjan tengjast einkum minningu Jóhanns Hannessonar
og kennslu hans. Þar var fótfestu að finna ungum og viðnámsfrekum
huga. Hafi þau fræði, sem hann reiddi fram, ekki að öllu leyti verið í
samhljóðan við svonefndan hversdagslegan vemleika, er það verst fyrir
„veruleika” þann. Hann er hverfull og mun líkast til standa afhjúpaður
sem óvera — eivera — um síðir.
í kvæði sínu „Kvöld í Róm” kemst Einar Benediktsson svo að orði:
Komi hel og kasti mold og grafi,
kvistist lífsins tré á dauðans arin,
sökkvi jarðarknör í myrkra marinn,
myndasmíðar andans skulu standa.
Ekki mun ég gera hugmyndasögulegt baksvið þessara orða skáldsins að
umtalsefni. Vel er ljóst, að í ljóðinu kveður við sérlegan tón. En því leyfi
ég mér að ljúka minningabrotum um kennarann Jóhann Hannesson með
skráðri tilvitnun, að mér virðist síðasta hendingin draga það saman allt,
sem ég vildi sagt hafa um góðar gjafir þessa æskuvinar míns.
Vera má, að Einar skáld sé ekki að yrkja um heilagan anda. Þó er mér
nær að halda, að svo sé. A.m.k. getur staðið í mönnum að afsanna það
með óyggjandi hætti!
Andinn helgi blæs „ubi et quando visum est Deo”, eins og prófessor
Jóhann hafði svo gaman af að henda á lofti í latínumáli. Andinn helgi
bregður upp þeim röðum mynda, sem Ritningin geymir og játningamar
með, kirkjufeðumir einnig og allir þeir, er hver á sinn hátt hafa höndum
farið um arfleifðina dýru í aldanna rás. Þessar vom myndimar, sem bar
fyrir augu í föruneyti Jóhanns Hannessonar forðum. Myndasmíðar andans
skulu standa.
Gott er svo búnu að una, þegar áfram líða árin og ýmsu er drepið á
dreif. Sælir em þeir, sem ungir fetuðu um Hágöngur sjálfgildra hug-
mynda. Er mönnum síðar á ævinni verður vandratað um vitlitla
krákustígu rökkvaðra dala, renna þeir augum þangað upp, — og heim.
Ég er ekki einn um að lofa Guð fyrir góða leiðtoga á þroskaskeiði. Ég
þykist þvi tala fyrir margra munn, er ég þakka samsætið við græna
borðið á ámnum 1961 til 1966.
Að svo búnu bið ég Guðfræðideild Háskóla íslands og Guðfræðistofnun
blessunar.
54