Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 66
Jónas Gíslason
Upphaf persónulegra kynna
Ég kynntist Jóhanni Hannessyni fyrst persónulega, er hann annaðist
kennslu í trúfræði við guðfræðideildina veturinn 1947-48. Sigurbjörn
Einarsson, prófessor, sat þá við fætur Karls Barth, hins þekkta guðfræð-
ings í Basel. Þar fetaði hann í fótspor Jóhanns, sem áratug fyrr hafði setið
við sömu fótskör.
Jóhann var eftirminnilegur kennari og kom þar margt til. Sjálfur var
hann gæddur afburða gáfum og átti auðvelt með að glíma við erfiðar
spurningar í guðfræði. En honum var ekki síður lagið að útskýra
torskildar kenningar og gjöra þær tiltölulega skiljanlegar ungum guð-
fræðinemum, sem voru að hefja glímu sína í fræðunum til undirbúnings
starfi í kirkju Krists.
Hann vandaði undirbúning kennslustunda. Oft gaf hann okkur fjölrit
um afmörkuð efni, sem rædd vom þá stundina. Hann sýndi mikinn áhuga
á högum stúdenta og var ætíð reiðubúinn til aðstoðar, ef þörf krafði. Þá
var hann ætíð barmafullur af framandi fróðleik og mér fannst hann alltaf
leyndardómsfullur á hrífandi hátt. Tímar hans vom oft óvenjulegir og
stundum býsna skemmtilegir.
Það er bjart yfir þessum vetri í huga mínum. Og nú eftir á gjöri ég
mér fulla grein þess, hvert megineinkenni kennslu hans var. I öllu lífi
sínu og starfi var hann fyrst og fremst kristniboðinn, sem reyndi að ljúka
upp fagnaðarerindinu fyrir nemendum sínum, svo að það mætti gagntaka
okkur — vekja í hjörtum okkar lifandi trú.
Þótt ég kynntist Jóhanni ekki persónulega fyrr en þennan vetur, fannst
mér ég samt hafa þekkt hann allvel áður. Ég hafði heyrt mikið um hann
talað í KFUM. Oft hafði borið þar á góma unga manninn austan úr
Grafningi — gæddan afburða námsgáfum — sem gjörzt hafði kristniboði
í Kína.
í sveitinni heima
Ég iðrast þess sárlega nú að hafa ekki spurt Jóhann meir um æsku- og
uppvaxtarár hans og mótun í heimahúsum, meðan við vorum
starfsfélagar. Um það tjóar þó ekki að tala. Ég leita því fanga hjá ekkju
hans og Valgerði, systur hans, um frekari vitneskju. Þannig mótast
myndin af þeim hluta ævi hans.
Lítill drengur stendur úti á hlaði og skyggnist um. Sól skín í heiði.
Hann á heima í sögufrægri sveit og hefur heyrt margt talað um örlagaríka
atburði þjóðarsögunnar, sem gjörzt hafa í næsta nágrenni. Hann var vel
heima í fomum söguarfi þjóðarinnar — kunni Njálu þegar á unga aldri.
Ætli hann hafi ekki stundum séð fyrir sér svipaða sýn og listaskáldið
góða forðum, sem orti svo:
64