Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 73

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 73
Samstarfsmaður og vinur kommúnismanum í framkvæmd og séð, hve vonir hans höfðu brugðizt hrapalega. Þá var hann maður til þess að viðurkenna, að sér hefði skjátlazt og hann hefði ekki spáð rétt um framtíðina. Og hann varð jafn skeleggur í baráttunni gegn Maó og flokksbræðrum hans, eins og hann hafði áður bundið við þá miklar vonir. Þannig kom hann mér fyrir sjónir. Hann var hreinn og beinn, lýsti skoðun sinni af einurð og festu og vék ekki frá því, sem hann taldi rétt, þótt móti blési. Persónulegt þakklæti Ég gæti lengi enn haldið áfram að rekja fleiri drætti þeirrar myndar, er ég geymi af vini mínum — Jóhanni Hannessyni. Eg gæti fjallað um prédikun hans. Hann var ekki einn af þessum hrífandi prédikurum, sem ná að vekja mikinn tilfinningahita hjá áheyrendum sínum. En hann var alltaf fræðandi — ég fór ætíð fróðari heim, eftir að hafa hlustað á prédikim hans. En hér mun ég láta staðar numið. Þessum orðum var ekki ætlað að vera fræðileg úttekt á lífi og starfi Jóhanns Hannessonar. Hitt langaði mig til þess að gjöra, að minnast hans fáeinum orðum. Ég naut vináttu hans frá því fundum okkar fyrst bar saman. Við áttum trúarlega samstöðu og vorum sammála um meginatriði kristinnar trúar. Hann var einn af stofnendum Kristilegs stúdentafélags. Ég var formaður þess veturinn 1947-48, er hann kenndi fyrir Sigurbjöm Einarsson í guðfræðideildinni. Enginn skuggi féll á vináttu okkar og samstarf, meðan báðir lifðu. Mér var það ómetanlegt að eignast hann að samverkamanni í guðfræðideildinni. Hann studdi mig jafnan með ráðum og dáð, bæði til þess að fá stöðu við deildina og eins eftir að samstarf okkar þar hófst. Og Jóhann stóð ekki einn í starfi. Hann átti við hlið sér þá konu, sem var honum fyllilega samboðin — fullur jöfnuður var með þeim. Gildir það bæði um starfstíma þeirra í austurlöndum fjær og starf þeirra á Islandi. Og Astrid er orðin íslenzk kona í beztu merkingu þess orðs. Hún hefur kosið að ljúka ævinni hér á landi. Mér finnst íslenzk þjóð standa í þakkarskuld við hana. Ég minnist fjölmargra heimsókna á heimili þeirra hjóna. Þangað var ætíð gott að koma, hvort sem kaffið var drukkið í hópi góðra vina inni í stofu eða ég sat með kaffibollann hjá húsráðendum einum frammi í eldhúsi. Ég fór ætíð ríkari frá þeim en ég kom. Jóhann gaf sér ætíð tíma til þess að hlusta á kvabb yngri samstarfsmanns og jafnan hafði hann eitthvað gott til málanna að leggja. 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.