Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 76
Kristján Búason
kristinna Vesturlanda. Þekking hans á þessum efnum og yfirsýn var
einstæð á íslandi.
Séra Jdhann sá ekki einstaklinginn einangraðan út af fyrir sig, heldur í
heildarsamhengi sögu, samfélags ojg þjóðar. Athygli hans beindist því að
mörgum þáttum mannlegs lífs. Ahugasviðin voru mörg, þar á meðal
menningin.
Sem dæmi um það má nefna hóp áhugamanna, sem hann stóð fyrir og
hittist reglulega um ára bil til að kanna og ræða ýmis málefni samfél-
agsins. í Kristilegt stúdentablað 18. árg. 1. des. 1953 ritaði hann merki-
lega grein sem ber heitið: „Myndar krisindómurinn menningu?“ Efni
hennar verður ekki rakið hér, en eg hvet menn til að kynna sér hana, því
að hún hefur engu glatað af gildi sínu.
Ég minnist öðru sinni, er hann talaði um, að ekki væri aðeins hægt að
sprengja og brenna borgir, heldur líka alda gamla menningu. Hann hafði
orðið vottur að því í Kína. Hann hafði eðlilega jákvæða afstöðu til ýmissa
þátta kínverskrar menningar og aðdáun hans á þeim leyndi sér ekki. Engu
að síður var honum ljóst siðleysi heiðninnar og áhrif hennar á menn-
inguna.
Dvöl hans með þessari miklu þjóð hafði skerpt með honum vitundina
um þátt kristni og kirkju í siðun þjóðanna og viðhaldi margvíslegs
menningararfs, ekki sízt á Vesturlöndum. Þáttur trúfræðslunnar í því
sambandi var fyrir honum afdrifaríkur. Líf hans sjálfs var að stórum
hluta helgað trúfræðslunni, söfnuði, prestaskólum í Kína, Kennaraskóla
Islands og Háskóla Islands, þar sem hann kenndi trúfræði, trúarbragða-
sögu og trúarlífssálarfræði og ræðugerð.
Trúfræðin, sem felur í sér yfirfærslu kristinna trúarsanninda til
samtímans, og miðlun hennar hefur verið grundvallandi þáttur í starfi
kristinna safnaða frá upphafi kristninnar. Sérhverja nýja kynslóð þarf að
fræða. Afsiðunin og það hrun kristinnar menningar, sem í henni felst
gengur fljótar fyrir sig en menn gera sér ljóst. Séra Jóhann minntist í því
sambandi stundum á bókina Flugnahöfðinginn, „Lord of the Flies“ eftir
William Golding, sem lýsir skólapiltum á eyðieyju, hvemig siðmenningin
skolast af þeim á skömmum tíma og hvemig félagi þeirra, sem lagður
hefur verið í einelti, er drepinn.
Trúarbragðasagan hjálpar fólki m. a. til að sjá samhengi trúarbragða
og menningar og þá um leið þýðingu kristindómsins fyrir siðmenninguna.
Séra Jóhanni var ljóst mikilvægi hins almenna skóla í miðlun sið-
menningarinnar í íslenzku þjóðfélagi. I Kennaraskólanum hafði hann
tækifæri til að miðla af þekkingu sinni og sinni miklu yfirsýn. í þessu
sambandi ber að skilja áhuga hans fyrir að stofna innan guðfræðideildar
Háskóla íslands séstaka skor fyrir BA-nám í kristnum fræðum fyrir
kennara.
Séra Jóhann var einstakur vökumaður í íslenzku menningarsamfélagi á
þessum tíma og langt á undan sínni samtíð. Hann vildi vekja íslenzka
kirkju og ráðamenn þjóðarinnar til umhugsunar og sumir þeirra léðu
orðum hans eyru.
74