Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 88
Þórir Kr. Þórðarson
þegar ég kom heim nægði innistæðan varla fyrir strætisvagnafargjaldi. Ég
fór því að hugsa: Hvað varð um kúna mína? Jú! Hún er komin inn í
steinsteypuvegg einhvers gróssérans.”
Jóhann Hannesson var ætíð skemmtilegur og jákvæður í tali þótt hann
gerði sér betri grein fyrir veraldarinnar vonsku en flestir aðrir, og sagði
oft, ef menn voru uggandi: „Hlutimar hafa tilhneigingu til að fara vel.”
Framlag Jóhanns Hannessonar til íslenskrar guðfræði var einkum fólgið í
menningarguðfræði hans. Á grundvelii sköpunartrúarinnar var öll
menning hluti af sköpun Guðs í greiningu hans. Hann hafði jákvæða
afstöðu til menningarlífs og menningarstarfs og að þessu leyti var hann
því á róttækan hátt frábmgðinn prófessor Hallesby og guðfræði hans og
stefnu norska kristniboðssambandsins (en sjálfur menntaðist hann og
starfaði á vegum lútherska kristniboðsfélagsins í Noregi). En þar sem
endurlausnin er partur af sköpunartrúnni (öll sköpun er endurlausn að
skilningi Biblíunnar og stefnir að nýrri sköpun), náði hið endurleysandi
starf Krists einnig til menningarinnar að kenningu hans. Og það er af
þessum sökum sem hann tengir trúfrceði og siðfrœði svo meistaralega í
skrifum sínum. Þessa varð ég oft var í samtölum við hinn virta
samkennara minn, sem ég sakna því meir sem árin líða.
í merkri og (eins og ætíð) skemmtilega skrifaðri grein í Kristilegu
stúdentablaði 1953 skrifar Jóhann um menninguna. „Myndar kristin-
dómurinn menningu?” heitir hún. Þar tiplar hann á siðmenningarsögu
mannkynsins og lýsir síðan kristinni mótun menningarinnar í vorum
heimshluta. Nú á dögum, tæpum fjörutíu árum síðar, er talað um kristna
menningu sem fortíð og nútíminn einkunnir á borð við „eftirmódemíska
skeiðið” (post-modernism) og öldin nefnd eftirkristna öldin. Að hugsa sér
ef við hefðum Jóhann meðal okkar nú að fást við spumingar af þessu tagi!
Hann sækir efni langt að í grein sína, en um kristna menningu ræðir
hann á gmndvelli þjóðfélagsfræða og samfélagsvitundar kristindómsins
og bendir á að fmmkristnin stofnaði „nýtt samfélag, hina kristnu kirkju,
bræðrasamfélag manna [karla og kvenna] sem tóku kristna trú, en þetta
samfélag var ólíkt öllu öðru sem veröldin hafði áður séð.” Þar spretta
uppsprettulindimar að áliti hans. Þá bendir hann á dæmi kristniboðsins,
en „meðal allmargra fmmstæðra þjóða hefir kristindómurinn reist mikinn
hluta menningarlífsins frá gmnni, fært mál þeirra í letur í fyrsta sinn,
skapað hinar fyrstu bókmenntir, kennt þeim margs konar iðnað og
jarðrækt, auk þess sem það hefur hjálpað þeim til að byggja ofangreindar
þjóðfélagsstofnanir og hæli fyrir böm og holdsveika og hjálpað þeim á
margvíslegan hátt í tímanlegri og andlegri neyð.” Og um nútímann segir
hann margt athyglisvert, talar t.d. um vinnusiðferði, sem mörgum finnst
ætti að vera ein röddin í fjölradda boðskap kirkjunnar á líðandi stund.
Jóhann tók þátt í umræðuklúbb um þjóðfélagsmál með Arinbirni
Kolbeinssyni lækni, Ólafi Gunnarssyni sálfræðingi og fleiri merkum
86