Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 93
Jóhann Hannesson
Hugtakið theologi
1. Segir ekki Heilög ritning að Guð sé órannsakanlegur og vegir Guðs
órekjandi og hugsanir hans langt ofar hugsunum manna? Jú. Það segir
Ritningin reyndar víða, sjá t.d. Sálm 145, 3; ennfremur Róm. 11,33 og
víðar. Segir ekki að Guð sé sá sem hylur sig, Deus absconditus-hulinn
Guð? Vissulega segir svo, Jes. 45,15. og hinn Guðrækni Job segir svo frá
reynslu sinni að fari maðurinn í austur, þá er Guð ekki þar — og fari
maðurinn í vestur þá verður hann ekki var við Guð (Job 23).
2. Þá hittum vér einnig þá hugsun fyrir að manneskjan þoli ekki að sjá
Guð. í n. Mós. 33,20 segir að enginn fái séð Guð og haldið lífi. Hins
vegar er gert ráð fyrir því að menn geti séð Guðs dýrð, en dýrð er ljós,
bjarmi, birting, geislun eða ljómi.
Margt fleira mætti telja sem bendir til óþekkjanleika Guðs, bæði í
Ritningunni og utan hennar. í heimspekinni hefur sú afstaða orðið til að
Guð sé óþekkjanlegur, og sú stefna kallast agnosticismi. En miklu
algengari er meðal heimspekinganna sú hugsun að Guð sé að minnsta
kosti hugsanlegur: Deus cogitatur, ergo est.
3. Samt hittum vér fyrir þá staðreynd að til er fræðigrein sem nefnist
guðfræði, það er á mörgum erlendum málum theologia. Það orð er
samsett úr tveim grískum naíhorðum, þeos, sem þýðir guð, og logia, sem
þýðir tal, mælt mál, ljóst mál og skiljanlegt, ræða eða fræðigrein. Mörg
vísindaheiti eru samsett á líkan hátt, geologia, tal um jörðina, psykologia,
tal um sálina, anþropologia, tal um anþropos, það er að segja mann-
eskjuna. Með logia er ekki átt við rabb um daginn og veginn, heldur
skipulegt og skynsamlegt tal, sem leiðir af skýrri hugsun.
4. Sjálft orðið þeologia er eldra en kristnin. Þeologoi voru hjá hinum
fomu Grikkjum menn, sem töluðu um guði þá sem grískir menn trúðu á.
Um guðina töluðu þeir út frá kunnáttu, sem þeir höfðu fengið frá feðmm
sínum, þulum og skáldum áður en ritöld hófst. Vér teljum slíka menn til
skálda eða goðsagnafræðinga. Slíkir menn hljóta einnig að hafa verið til
hjá norrænum þjóðum til foma, því að öðmm kosti væri ekki til norræn
goðafræði. En guðfræðingar í nútíma skilningi vom þeir ekki. Goða-
fræðin er nú á dögum tekin til meðferðar innan annarra vísinda, það er
innan almennra trúarbragðafræða, einkum trúarbragðasögunnar.
5. Það var í tísku fyrir nokkmm áratugum að tala um forsendulaus og
almennt gild vísindi. Með tilkomu fyrirbærafræði Husserls hefir þessi
91