Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 98
Jóhann Hannesson
bragðaheimspeki. Til er einnig comparative religion, samanberandi trúar-
bragðafræði. Er til sameiginlegur kjami allra trúarbragða, eða hafa öll
meiri háttar trúarbrögð hver sinn eigin kjama og lífsform? Þessar spum-
ingar hafa menn lengi rætt og ræða enn.
Guðfræðingur þarf að kunna nokkur skil á þessum fræðum, þótt þau
séu ekki guðfræði. Landamærin milli þeirra og guðfræðinnar mætti
afmarka á þessa leið: Guðfræði stundum vér af því að kirkja Krists
vinnur alla daga og vér þurfum að kunna til verka í henni. En almenn
trúarbragða vísindi stundum vér til að kynnast átrúnaði utan kristninnar,
sem mjög hefir mótað sögu og menningu mannkyns og engar líkur eru til
að þau muni deyja út í náinni framtíð, þrátt fyrir hrömun sumra þeirra.
Auk þess verða ný trúarbrögð til og breiðast út um heiminn.
16. Þungamiðjan í kristninni er höfundur trúarinnar, Jesús Kristur og það
sem kirkjan hefir þegið af honum. Endumýjun í kristninni hefir jafnan
orðið til út frá ferskum skilningi á Jesú Kristi og því sem frá honum er
komið. Biblíuvísindin hljóta því að vera grundvallandi í guðfræðinni, og
enginn getur verið guðfræðingur í kristninni án þess að vita góð skil á
þeim. Þá er einnig nauðsynlegt að þekkja vel kirkjuárið og vita hvemig
kirkjan vinnur úr Biblíunni, og þessa úrvinnslu þarf stöðugt að endumýja
og betrumbæta. Nauðsynlegt er að þekkja Biblíuna alla, því saga þjóðar
Drottins er í víðari merkingu einnig saga hans sjálfs.
17. Viðhorf til menningarinnar. Ýmsir lærðir menn, einkum þá sögu-
fræðingar halda því fram á grundvelli rannsókna sinna að vestræn
menning, sem nú er orðin heimsmenning, sé sköpuð af kristninni á
tilteknum tíma í sögunni og á tilteknu svæði hér í Vesturálfu. Hver er sá
tími og hvar er það land? Það ættu menn að vita úr góðum menntaskóla,
sem eitthvað skeytir um rætur menningar vorrar. (Sbr. Toynbee og
Jung). Venjulegur menntaður evrópumaður hugsar hins vegar öðm vísi
um miðaldir en venja er til á vom landi.
Sé menningin sköpuð af kristninni, má það ljóst vera að kirkjusagan er
nauðsyn hverjum vel menntuðum manni.
Önnur spuming vaknar um leið: Þolir menningin allan viðskilnað við
kristnina? Þolir hún að höggið sé á þær rætur, sem hún er vaxin upp af?
Þar um mun rætt í trúarheimspekinni. En kirkjusagan er grein, sem allir
hafa gagn af þegar frá byrjun.
96