Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 100

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 100
Jóhann Hannesson Japönum þóknaðist að gera hann að herbúðum, þá urðu kennarar og nemendur að flýja, og um árabil var skólinn ekki starfræktur. En fyrir rausnarlega hjálp Lútherska heimssambandsins og kirknanna í Ameríku varð kleift að endurvekja hann á ný haustið 1944. Víðs vegar að úr lendum Kína komu nemendur, þeirra á meðal stúlkur. Svo ólíkar voru mállýzkur nemenda að þeir áttu fullt í fangi með að skilja hver annan. Kennslubækur varð að framleiða með því að fjölrita þær sem til voru og varð það ærið verk. Mjög varð að treysta á munnlega kennslu. Fátækt flestaUra, einnig kennaranna, var átakanleg. Húsin voru köld og fmmstæð — en að sama skapi heit að sumrinu. Meðan kaldast var, reyndu menn að klæða af sér kuldann með því að ganga í kínverskum kjól utan yfír gömlum og bættum flíkum. Laun okkar hjóna vom fimmtán þúsund dollarar kínverskir á mánuði — og það var nákvæmlega það sama sem ein ensk skyrta í búðarglugga kostaði í desembermánuði 1944! Matvæli vom hlutfallslega ódýrari en fatnaður, enda er svæðið kring um Chungking meðal þeirra frjósömustu á jörðu. En margir urðu að taka lán til að lifa og hvarvetna blasti við bitur fátækt alls þorra manna. Hagur okkar batnaði næsta ár þegar íslenzka kristniboðið gat sent peninga. Þó lögðum við ekki í fatakaup, en létum aðra njóta góðs af til matar svo langt sem náði. Mitt í þessum erfiðu kringumstæðum var mitt unga fólk ótrúlega þrautseigt, glaðvært og fullt af námsáhuga. Ég man enn hve það söng hressilega. Þegar sigurvonir tóku að glæðast árið eftir, þá birti yfir mörgum fátækum flóttastúdent, og vitundin um brýna þörf fyrir starfskrafta þeirra örvaði þá til að læra allt sem þeir höfðu von um að gagni mætti verða. Vestrænir menn nutu á þeim tíma mikillar samúðar meðal Kínverja, og voru kallaðir „ming-you”, en það þýðir lýðvinir eða þjóðarvinir. Þegar kjamorkusprengjan var fallin og japanska innrásarliðið hafði lagt niður vopn, varð almennur fögnuður um allt Kínaveldi, en mestur þó meðal æskulýðsins. Veizla var haldin í þrjá daga, allar götur fullar af fólki, menn tjölduðu því bezta, sem til var — en enginn setti það fyrir sig, þótt hann væri tötmm búinn. Eginn vissi þá hvílíkum skugga sprengjan varpaði á framtíðarbraut mannkynsins. Friður var kominn á, og menn gleymdu öllu öðru. Enn eitt ár héldum við skólastarfinu áfram. Þá var gert við gömlu skólana víðs vegar, og á miðju árinu 1946 fluttust þeir á fomar slóðir. Við vestrænir menn, sem starfað höfðum stríðsárin flest eða öll með hinni þrautpíndu kínversku þjóð, héldum heim, heldur illa í skinn komin, eftir langa vinnu, áhyggjur og sjúkdóma — ekki aðeins Asíuflensuna, heldur einnig margar plágur aðrar. — Við tók ferskt starfslið og nýir tímar hófust. Þeir sem á þessum árum stunduðu nám í guðfræðinni, gerðu það margir af áhuga og eldmóði, sannfærðir um mikla möguleika kirkju og kristniboðs í framtíðnni. En einnig utan þess hóps höfðu hinir ólíkiegustu menn áhuga á Guðsríkis-boðskapnum. Mér er í minni ungur stúdent á 98 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.