Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 101

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 101
Mitt unga fólk herforingjaháskóla. Hann gat auðvitað ekki komið til mín nema á sunnudögum. Eitt kvöldið sem við fórum heim frá Central háskólanumn bauð hann mér heim með sér til gistingar í herforingjaháskólanum. Hann var einn hinna fáu, sem hafði til umráða mikið húsrými, langt og mikið loft undir risi, dimmt og dularfullt — og þama fór lítið fyrir einni manneskju í viðbót. Eina af bókum sínum sýndi hann mér — ballestenik á þýsku, 5-600 bls. að stærð, öll full af formúlum og teikningum af braut kúlunnar, eftir að hún yfirgefur fallbyssuhlaupið þar til hún hittir í mark. En hann hafði meiri áhuga á guðfræði en stórskotafræði, og kveldbænin sem hann flutti, hefði verið hverjum presti sæmandi. Þá átti ég viðtal við annan, sérfróðan í brúasmíð til herflutninga. „Mikilvægt hlýtur ykkar starf að vera á þessum tímum” sagði ég — og fékk óvænt svar: „Verk ykkar em þó miklu mikilvægari.” Minningamar um mitt unga fólk frá þessum tímum bergmálar í huganum líkt og hin fræga ljóðlína: „Ships that pass in the night.” Að stríðinu loknu dreifðumst við og munum aldrei aftur hittast í þessarri veröld. Samfundamöguleiki er aðeins bænin til eins og sama Drottins og Frelsara, en allar vonir um endurfundi em bundnar við möguleika Guðs, en ekki manna. Ekki leið á löngu þar til innanlands erjur loguðu víðs vegar um landið, og sagan sýnir hvemig fór. Miðríkið huldist á bak við bambustjaldið — og er þar enn. Fréttir em mjög á huldu og fullar af mótsögnum. En þekki maður nokkuð til Kína og Kínverja, þá veit maður að margt ósennilegt kann að vera satt, og ýmislegt sennilegt kann að gerast í Kína, þetta var orðskviður vestrænna manna á stríðsámnum þar í landi. En hvað sem því líður, þá em mannkostir fólksins sízt minni þar en hér og æskulýður þeirra stendur ekki vomm að baki. Vér megum ekki láta það villa um fyrir oss að Austurlandabúar bera miklu meiri lotningu fyrir þeim, sem valdið hefir en vér gemm, og við þá lotningu em þeir aldir upp. Og að sama skapi er fyrirlitning þeirra dýpri fyrir þeim, sem völdunum glata. Ekkert er eins átakanlegt og að glata Tien ming-umboði Himinsins. II Það stóð heima þegar við hjónin, að lokinni tveggja ára dvöl í heima- löndum, komum aftur til Hong Kong haustið 1948, að einmitt þá var flóttafólkið tekið að streyma út úr Miðríkinu — og allmargir ungir menn, sem áttu eitthvað af dollurum ætluðu til Suður-Ameríku fyrir fullt og allt. Þá gerðum við þá ráðstöfun hjónin, að kona mín varð eftir í Hong Kong ásamt einkadóttur okkar, en ég fór inn í Vestur-Kína, og varð sú ferð söguleg, og henni hef ég lýst í frásögu, sem prentuð er í bókinni „Áfangastaðir um allan heim.” — Sú var ætlunin að ég tæki að mér eitt kristniboðsumdæmi, Ningsiang sýslu — mér er sagt að Liu Shao-Chi sé þaðan ættaður. En allt fór þetta á aðra lund, því að samverkamenn mínir tóku þá ákvörðun að ég færi aftur til Hong Kong til að vinna að nýjum flóttamannamálum, fyrst fyrir eigin samverkamenn norræna og síðan 99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.