Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 102
Jóhann Hannesson
einnig fyrir aðra. Fyrir norsk böm í Kína vom sérstakir skólar, og einn
þessarra skóla varð brátt að taka sig upp og koma til Hong Kong. Allstór
hópur kínverskra stúdenta kom út frá Kína haustið 1948, en þurfti ekki á
minni hjálp að halda í sambandi við „flóttann” frá Kína. Aftur á móti
urðu þeir „mitt unga fólk” árin 1950-52, og það féll í minn hlut sem
vararektors prestaskólans að útskrifa sextán þeirra sem kandidata sumarið
1952.
Enda þótt þeir — og margir aðrir kínverskir samverkamenn og vinir
væm „flóttamenn”, þá var samt bjartara yfir öllu í Hong Kong á þessum
ámm en verið hafði í Chungking á stríðsárunum. Húsaskjól fengum við á
einum fegursta stað sem til er við strönd Suður-Kína. Þar hafði hinn
nafnfrægi lærdómsmaður og kristniboði, Karl Lundvig Reichelt, byggt
merkilega og sérkennilega menntastofnun, Tao Feng Shan, það er Fjall
Tao-vindanna, til rannsóknar á trú og heimspeki austurlanda og kynn-
ingar kristinnar trúar. Tao Feng Shan var einkum ætlað Búddha- og
Taotrúarmönnum, sem þar vildu gista og stunda sín fræði, en einnig
öðmm hverrar trúar sem vom. Varð þessi stofnun víða fræg. En sá er
háttur ungra munka austrænna að verja fyrri hluta ævinnar til að lifa eins
konar pílagrímslífi, ferðast milli hinna fimm heilögu fjalla í Kína og
frægustu klaustranna og þeirra lærimeistara, sem í mestu áliti eru. Þær
stofnanir sem veita þeim viðtöku, verða því að hafa viðbúna svefnsali,
matarsali þar sem veitt er jurtafæða og bókasöfn, húsnæði, helzt
neðanjarðar til hugleiðinga, og tilbeiðslusali. Þau ár, sem friður hefir
verið í Kína á þessarri öld, var mikið fjör í þessu pílagrímslífi ungra
munka, en styrjaldir og byltingar hafa jafnan dregið úr því. Munkamir
fóru fótgangandi um óravegu og komu til Tao Feng Shan alla leið frá
Tíbet og Mongólíu og mörgum nærliggjandi stöðum.
í byltingu rauðliða lamaðist þetta líf, eins og margt annað, og Tao Feng
Shan gat tekið við Lútherska prestaskólanum þegar hann varð að flýja
heimkynni sín í síðara skiptið. Hér var aðstaða góð til kennslu, fræði-
rannsókna og bókaútgáfu, enda var mikið unnið. A einu sumri gátum við
t.d. gefið út rúmlega 30 bækur prentaðar, lagt rækt við tónlist og söng,
íþróttir, þýðingar og nutu auk þess alþjóðlegs samfélags, því fjöldi manns
úr mörgum löndum kom til að skoða þennan fræga stað. Stúdentar vom
mjög vakandi og spyrjandi, en jafnframt nokkuð uggandi, þegar það varð
ljóst hvernig „flokkurinn” í heimalandi þeirra skipti sér af öllum
sköpuðum hlutum, skrásetti jafnvel potta og pönnur í húsum manna — til
að auka jámframleiðslu ríkisins! Það féll í minn hlut að kenna þeim
allmargar greinar, sem sjálfsagðar em við alla guðfræðiskóla, trúfræði,
symbolikk, kirkjusögu, ritskýringu og eitt misserið einnig samanburð
trúarbragða. Þýðingar af ritgerðum sumra þeirra á ég enn — og það er
ekki lítið fjör í frásögu þeirra af fomum goðum, sem feður þeirra eða
sjálfir þeir höfðu snúið baki við.
Þá var það ómetanlegt að njóta vísindalegrar samvinnu tveggja ungra
fræðimanna kínverskra — og nokkurra eldri. Með einum ungum manni
vann ég að þýðingu þýzkra, latneskra, norrænna og íslenzkra sálma yfir á
100