Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 104

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 104
Jóhann Hannesson frjáls” sagði Kung-fú-tze, hinn mikli kennari og æskulýðsleiðtogi Kínverja á 5. öld fyrir Krists burð. Og einmitt þama var fólkið mjög frjálst og bjó við allt önnur kjör en mitt unga fólk í Asíu. Þó verður að hlaupa yfir þann þátt hér, aðeins eitt atriði skal tekið til umræðu: Velmegunin setti sinn svip á þetta unga fólk ekki síður greinilega en fátæktin og neyðin á fólkið í þriðja heiminum. Kínverjar hirtu og nýttu hverja blikkdós, hvem tappa og spotta og gjömýttu, og hvem matarbita, sem til féll í neyðinni. En í þjóðgarði vorum dreifði fólkið um sig dýmm matvælum og skildi þau viljandi eftir í skóginum: Hangikjöt, harðfisk, smjör, brauð, kæfu, egg, ost, nýtt dilkakjöt og margt annað góðgæti, olíu, salt, fatnað o.fl. létu menn þar eftir liggja, oft í ósnertum pökkum. Samanburðurinn sýndi mikinn mun á mönnum og heimum, þeim fyrsta, eða gamla, sem vér byggjum, og hinum fjórða, þar sem fátækir lýðir dragast inn í neyð og niðurlægingu styrjalda. Verðgildamatið er álíka ólíkt og ef fólkið ætti heima á tveim ólíkum hnöttum. í Asíu virða menn þá, sem matinn framleiða, en hér meta menn þá minna og minna eftir því sem árin líða. — Hins vegar hrósa menn gjaldeyrisframleiðendum og meta þá meir en aðra. Og það er altalað með ungu fólki hér — og var reyndar fyrir áratug, að íslenzkir peningar séu lítils virði. Ekkert gefur tilefni til að líta svo á að von sé á neinni breytingu til batnaðar. Og hér verður ekki nema litlu af skuldinni skellt á unga fólkið, því að gengisfellingar eru fyrst og fremst uppeldisaðgerðir eldri manna, sem telja fólki trú um að þetta sé gróðavegur og lausn á þjóðarvanda. Hvers vegna grípa þá ekki eldri og þroskaðri þjóðfélög til sams konar ráða? Að mínum dómi er hér ekki farið inn á leið, sem liggur til sjálfstæðis, heldur þveröfuga leið, sem gerir land og þjóð öðrum háða. IV Flest af mínu unga fólki hefir verið skólafólk, og sumt hefir orðið að leggja hart að sér til að stunda sitt nám. Auk þess hefir margt af því verið hugsjónafólk, sem veit og hefir alllengi vitað hvað það vill. Það hefir viljað læra og lært það sem kunna þarf til að kenna, hjúkra og veita kirkjulega þjónustu. Til þess konar hlutverka velst ekki harðsnúið fólk, sem vill verða auðugt á skömmum tíma, líkt og margir ungir Evrópumenn, sem fara út í þriðja heiminn í þeim tilgangi. Þvert á móti vill mitt unga fólk láta gott af sér leiða. Og margt er fagurt og gleðilegt í fari þess. Það hefir vakið undrun mína hve margt af þessu unga fólki er vel menntað í tónlist og söng. Gætir hér áhrifa góðra manna, sem ekki vinnst tími til að geta sem skylt og vert væri, en þá ber að telja til velgjörðamanna þjóðfélagsins. Holl áhrif góðrar tónlistar sýna sig einatt í opnum huga og góðvild, sem nær langt út fyrir listina sjálfa. Þetta skildu þeir líka, Platón, Kong-fús-tze og Lúther, svo sem sjá má af verkum þeirra. 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.