Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 109
Jóhann Hannesson
Einn dagur hjá kínverskum
háskólastúdentumi
Ég kaupi farseðil til Sa-ping-pa. Hann kostar 540 kínverska dollara, og þó
er leiðin ekki lengri en svo, að strætisvagninn fer þangað á hálftíma frá
miðhluta borgarinnar.
Þetta er í Chungking, sem var höfuðborg Kínaveldis á stríðsárunum og
fram í maímánuð í ár (1946). Háskólamir em allir fyrir utan borgina, og
tveir þeirra em á sléttunni við þorpið Sa-ping-pa.
Oft hafði ég heyrt samverkamenn mína frá Ameríku tala um háskólana
og svúdentana. En ekkert varð þó úr því, að ég færi þangað með þeim,
fyrr en einn sunnudag um jólaleytið 1945. Þá varð samverkamaður minn
veikur, og ég hljóp í skarðið, svo ekki yrði messufall.
„Hvað á ég svo að gera?“ spurði ég.
Samverkamaður minn svarar: „Kl. 2 talar þú við stúdentana á ensku.
Þá er samræðutími um allt mögulegt, sem þér eða þeim dettur í hug.
Sumir þeirra em allgóðir í ensku, en samt verður þú að reyna á þig til að
fá þá til að nota það, sem þeir kunna. Kl. 8 er biblíulestur. Við notum nú
Jóhannesarguðspjall. Og kl. 7 er guðsþjónusta. Þar er söngbók og hand-
bók handa öllum, og þeir taka góðan þátt í söngnum. Bezt er að nota
sálma og söngva, sem þeir kunna sæmilega."
„Og til hvers á ég að snúa mér í Sa-ping-pa?“
„Þegar þú kemur inn á háskólasvæðið, skaltu ganga hér um bil 10
mínútur, þangað þú kemur til stúdentastöðvar K.F.U.M. og K. Þar taka
framkvæmdastjóramir kínversku á móti þér og fá þér herbergi til
umráða, þar sem þú getur undirbúið þig og hvílt þig. Og á fyrstu hæð er
stúdentakirkjan. Allar samkomur fara þar fram.“
Ég fer svo út úr strætisvagninum við þorpið Sa-ping-pa og geng svo
inn á háskólasvæðið gegnum mikið og breitt hlið. Svo fer ég að spyrja til
vegar á þessu mikla háskólasvæði, og sá sem ég spyr fyrst tilheyrir
ungmennafélagi Chungking-háskólans. Hann svarar: „Þér skuluð fara allt
svæðið, sem tilheyrir þessum háskóla, framhjá íþróttavellinum og allt að
bifreiðastöð Central-háskólans. Þaðan má sjá stúdentastöð K.F.U.M.“
Eftir 10-12 mínútna göngu kemst ég þangað. A þessu mikla svæði eru
margir vegir með trjágöngum; þar em tveir íþróttavellir og fjöldi húsa.
En húsin em ekki há, aftur á móti afarlöng og talsvert breið. Ég verð að
1 Grein þessi birtist upphaflega í Jólaklukkum 1946, s. 4-5.
107