Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 114
Jóhann Hannesson
Vér tölum ekki ávallt um menningu á þennan hátt. Oft er talað um
fomaldarmenningu, miðaldarmenningu og nútímamenningu. Menn finna
óbragð að orðinu miðaldarmenning, en það er þó sú menning, sem vér
búum að enn í dag, þótt hún hafi tekið miklum stakkaskiptum. Hið mikla
menningarmyndandi afrek kristindómsins var, í stuttu máli sagt, að bjarga
sérkennum sínum og hinu sígilda í fomaldarmenningu Grikkja og Róm-
verja frá tortímingu villimennskunnar á þjóðflutningatímunum, frá
undirokun múhameðsdóms og eyðileggingum víkinganna. Saga miðald-
anna er hér í vesturhluta heimsins að miklu leyti kirkju- og kristniboðs-
saga, þar sem kristnin hittir fyrir sér hverja heiðnu þjóðina á fætur
annarri, kristnar þær og siðmenntar í senn, hægt og hægt, allt þar til hin
vestræna útþensla hefst — og menn leggja leið sína til Ameríku, Indlands,
Afríku og Kína, fyrst og fremst þó til að verzla og græða fé, en síðar
einnig til að boða kristni og „vestræna” menningu.
Vandamál „villimennskunnar”
Sjálft orðið „villimennska” — barbarismi, barbari — er ef til vill ekki
gott fræðilegt hugtak, en það er þó nauðsynlegt af ýmsum ástæðum, og
fomar menningarþjóðir, eins og Grikkir, Rómverjar og Kínverjar, gátu
ekki án þess verið. Hve nauðsynlegt orðið er, má meðal annars sjá af
eftirfarandi dæmi: Lin Yutang, sem sjálfur er lærður Kínverji á austræna
og vestræna vísu, segir, að í kínversku menningunni séu leifar af
villimennsku og nefnir sem dæmi fótareyringu kvenna. Kínverjar, sem ég
hefi talað við, heiðnir sem kristnir, hika ekki við að þakka kristin-
dóminum það, að þessi þjóðarsiður var afnuminn.
Hins vegar tölum vér ekki um villimennsku á sama hátt og áður var
gert. Þegar hausaveiðimaður á Bomeó, Filippseyjum, Nýju Guineu eða
annars staðar reynir að tryggja sér sem flesta mannshausa til að hengja
upp í bústað sínum, þá hefur hann sínar fmmstæðu „menningarlegu”
ástæður fyrir þessu atferli, því að með þessu móti er álitið, að hann tryggi
sér og ættbálki sínum verðmætan forða af öflugu magni, en þetta er talið
jafn nauðsynlegt á því menningarstigi og erlendur gjaldeyrir er hjá oss.
Duglegur hausaveiðimaður er þar í álíka áliti og duglegur togaraskipstjóri
hér á landi. Vér getur kallað þetta villimennsku, og það er það frá kristnu
menningar sjónarmiði. Hitt er hrun niður í villimennsku, þegar gömul
kristin þjóð tortímir meðbræðmm í gasklefum til þess eins að útrýma
þeim. Þannig er vandamál villimennskunnar bæði gamalt og nýtt. Oss yrði
illa við, ef vér fyndum böm út borin í vetrarkuldann til að deyja fyrir
utan húsin, þegar vér fömm í skólann á morgnana. Þannig var þó eitt
„villimennskumerkið” í menningu forfeðra vorra. Þetta vandamál gekk
aftur. A stúdentsámm mínum var stundum á Norðurlöndum talað um „bíl
eða baby”. Hvað þýddi það? Það þýddi þetta: Eigum við, ung og nýgift
hjónin, að eignast bíl, þá megum við ekki eignast bam. Vitað var, að út
112