Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 127
Saga kristinnar boðunar í frumdráttum
8. Betlimunkar og skólaspeki
Það voru bæði þarfir kirkjunnar og þær hreyfingar, sem upp risu til að
bæta úr þessum þörfum, er endumýjuðu prédikun hámiðalda. Síðustu
rannsóknir í Frakklandi og í enskumælandi löndum hafa leitt í ljós aIveg
nýjar myndir af áhrifum betlimunka og skólaspeki á prédikunina.
Þekking manna á þeim prédikunaraðferðum, sem notaðar voru hefir nú
aukist stórlega. Munkamir lögðu miklu meira að sér í prédikunarstafinu
en áður hefir verið haldið fram af mótmælendum og jafnvel af kaþólsk-
um fræðimönnum. Munkamir lögðu afar mikla áherzlu á tæknilega hlið
ræðugerðarinnar. Kapp var lagt á að vanda formið svo sem mest mátti
verða.
Dóminikanar — ordo fratrum praedictomm — gáfu reglu sinni það
heiti, sem svaraði til þess markmiðs, sem þeir kepptu að, en það var að
prédika. Hér um má nánar lesa í sögu reglunnar og stofnanda hennar,
Domingo. Til að prédika vel, þarf góða menntun, einkum ef mælsku-
listinni, en ekki fagnaðarboðskapnum, er ætlað að vinna það verk, sem
vinna skal. Rannsóknir á rökfræði Aristótelesar urðu prédikunar-starfinu
til eflingar. En þegar búið var að fullkomna formið, þá átti reyndar
almenningur erfiðara með að skilja ræðumar, enda var mörgum ræðum
aðeins beint ad clerum og þær haldnar á latínu. Gæti enn í dag verið
skynsamlegt að nota latínu þegar deila þarf á presta eða ávíta þá, en þess
getur verið þörf, jafnvel á vomm tímum.
Nú tóku að þróast sérstakar ræðugerðarlistir, artes praedicandi. Alls
hafa menn fundið 150 kategóríur af þessum „listum”, en þessar kate-
góríur em formlegar kenningar um hvemig prédikanir eigi að vera til að
geta talist góðar.
Miklu varðar að gera sér ljóst að prédikun hámiðalda og síðmiðalda
var í vissum skilningi mjög biblíuleg. Thema, það er gmndvallarstef
ræðunnar, skyldi jafnan tekið úr Biblíunni, og þar með í reynd einnig
aðalstofn ræðunnar. Yfirleitt var thema tekið úr guðspjalli eða pistli de
tempore, það er að segja úr öðmm hvomm biblíutexta dagsins. Ræðan
hófst þó ekki beint með thema, heldur átti ævinlega að vera inngangur,
exordium, að ræðunni. Þessi inngagur átti að vera stuttur og almennt
kunnur, gat t.d. verið „Veni sancte spiritus”, Faðirvor eða eitthvað álíka
algengt efni.
Exordíum þróast svo smátt og smátt, uns hann verður mjög langur, og
þetta hélzt lengi eftir siðbót, og er oss vel kunnugt, t.d. úr Vídalíns-
postillu.
Þar á eftir — og síðar reyndar við lok exordii, var thema gefið til
kynna, og einnig skipting þess, divisio thematis, en þessi skipting hlaut
síðar nafnið partitio. Yfirleitt var mælt með því að skipta inntaki ræð-
unnar í þrjá liði.
125