Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 132

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 132
Jóhann Hannesson náð. Þennan boðskap túlkaði hann einatt inn í þá texta, sem hann prédikaði út frá. Auðvelt er að sjá að þessi aðferð hlaut í reynd að verða einhliða, en Lúther fann með þessu lykil að innri einingu Biblíunnar, svo að hann varð ekki þræll bókstaflegrar túlkunar í venjulegum skilningi. Þær andstæður, sem eru í Biblíunni, lögmál og evangelíum (eða synd og náð, dómur og frelsun), fá honum í hendur díalektiskt tæki til að kafa djúpt í túlkun sinni á textunum. Vitneskjuna um að prédikun eigi að vera túlkun á Ritningunni, hefir Lúther innrætt öllum evangeliskum pré- dikurum. Verk Krists er sakramentalt nálægt í raunhæfri boðun orðsins, sbr. Thestrup Pedersen bls. 151. Lúther hefir komið því inn hjá mönnum að hlutverki sínu gegni prédikunin ekki nema lifandi orð séu töluð til lifandi manna. Lútherskir menn fylgdu ekki „hetjustíl” (methodus heroica) og hinum frjálsa stíl Lúthers að því er tók til prédikunaraðferðar. Þeir tóku þvert á móti aftur upp arf frá síðmiðöldum, einkum hugleiðingu passíunnar. Þessa gætti einnig hjá oss, þá tóku menn aftur upp arfinn frá artes praedicandi með bæn, exordium, divisio, partitio o.s.frv. 10. Rétttrúnaðartíminn Það sem fomlútherskan tók upp, ræktaði rétttrúnaðurinn og bætti meira að segja við miklum arfi frá skólaspekinni, bæði í guðfræði og prédikun. Mikið kapp var lagt á að lœra aðferð, sem gerði menn færa um að valda því verki að prédika. Menn létu ekki staðar numið við hámiðaldir, heldur hagnýttu þeir einnig efni frá Ágústínusi kirkjuföður og mælskulist fornaldar. Árið 1666 var prentuð bók eftir M. Chemnitz, Methodus concionandi. í bókinni flokkar höfundur allar fyrri aðferðir í fjóra meginflokka. Einn þeirra er aðferð Lúthers, sem hlotið hefði heitið „methodus heroica”. Hinar vom: Analytisk aðferð og parafrastisk aðferð, en í reynd em þær báðar hómiletiskar, það er að segja, fylgt er í ræðunni sömu hugmyndaröð og þeirri, sem fyrir er í textanum. Fjórða aðferðin er hin syntetiska, en hún krefst ákveðins ræðuefnis (thema) og skiptingar í liði (divisio, partitio). En Chemnitz leggur niður þessi heiti á skiptingunni, og tekur upp nafnið propositio, og lætur það ná yfir bæði innri og ytri skiptingu skólaspekinga. Inngangur ræðunnar, exordíum, verður þýðingarmikið atriði, einkum þar sem notaðir em ár eftir ár sömu textar, svo sem lengi var í lúthersku kirkjunni og öðmm náskyldum kirkjum. Tilgangur exordiums var sá að komast eðlilega — og í samræmi við Ritninguna — að því efni, sem útlista skal í sjálfri ræðunni. Exordia Vídalíns geyma margar tilvísanir til Ritningarinnar, og má þar greinilega sjá allan þennan hugsanagang, sem fólginn er í því að gera áheyrendum ljóst að sú leið, sem farin er frá 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.