Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 132
Jóhann Hannesson
náð. Þennan boðskap túlkaði hann einatt inn í þá texta, sem hann
prédikaði út frá. Auðvelt er að sjá að þessi aðferð hlaut í reynd að verða
einhliða, en Lúther fann með þessu lykil að innri einingu Biblíunnar, svo
að hann varð ekki þræll bókstaflegrar túlkunar í venjulegum skilningi.
Þær andstæður, sem eru í Biblíunni, lögmál og evangelíum (eða synd og
náð, dómur og frelsun), fá honum í hendur díalektiskt tæki til að kafa
djúpt í túlkun sinni á textunum. Vitneskjuna um að prédikun eigi að vera
túlkun á Ritningunni, hefir Lúther innrætt öllum evangeliskum pré-
dikurum. Verk Krists er sakramentalt nálægt í raunhæfri boðun orðsins,
sbr. Thestrup Pedersen bls. 151. Lúther hefir komið því inn hjá mönnum
að hlutverki sínu gegni prédikunin ekki nema lifandi orð séu töluð til
lifandi manna.
Lútherskir menn fylgdu ekki „hetjustíl” (methodus heroica) og hinum
frjálsa stíl Lúthers að því er tók til prédikunaraðferðar. Þeir tóku þvert á
móti aftur upp arf frá síðmiðöldum, einkum hugleiðingu passíunnar.
Þessa gætti einnig hjá oss, þá tóku menn aftur upp arfinn frá artes
praedicandi með bæn, exordium, divisio, partitio o.s.frv.
10. Rétttrúnaðartíminn
Það sem fomlútherskan tók upp, ræktaði rétttrúnaðurinn og bætti meira
að segja við miklum arfi frá skólaspekinni, bæði í guðfræði og prédikun.
Mikið kapp var lagt á að lœra aðferð, sem gerði menn færa um að
valda því verki að prédika. Menn létu ekki staðar numið við hámiðaldir,
heldur hagnýttu þeir einnig efni frá Ágústínusi kirkjuföður og mælskulist
fornaldar.
Árið 1666 var prentuð bók eftir M. Chemnitz, Methodus concionandi.
í bókinni flokkar höfundur allar fyrri aðferðir í fjóra meginflokka. Einn
þeirra er aðferð Lúthers, sem hlotið hefði heitið „methodus heroica”.
Hinar vom: Analytisk aðferð og parafrastisk aðferð, en í reynd em
þær báðar hómiletiskar, það er að segja, fylgt er í ræðunni sömu
hugmyndaröð og þeirri, sem fyrir er í textanum. Fjórða aðferðin er hin
syntetiska, en hún krefst ákveðins ræðuefnis (thema) og skiptingar í liði
(divisio, partitio). En Chemnitz leggur niður þessi heiti á skiptingunni, og
tekur upp nafnið propositio, og lætur það ná yfir bæði innri og ytri
skiptingu skólaspekinga.
Inngangur ræðunnar, exordíum, verður þýðingarmikið atriði, einkum
þar sem notaðir em ár eftir ár sömu textar, svo sem lengi var í lúthersku
kirkjunni og öðmm náskyldum kirkjum. Tilgangur exordiums var sá að
komast eðlilega — og í samræmi við Ritninguna — að því efni, sem
útlista skal í sjálfri ræðunni. Exordia Vídalíns geyma margar tilvísanir til
Ritningarinnar, og má þar greinilega sjá allan þennan hugsanagang, sem
fólginn er í því að gera áheyrendum ljóst að sú leið, sem farin er frá
130