Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Page 140
Jóhann Hannesson
Til að gera sér ljóst hvernig stendur á því lauslega sambandi milli
prédikunar og liturgíu sem er hjá mörgum anglíkönum, er nauðsynlegt
að athuga þróun kveldmáltíðarmessu og tíðabæna. Frá þessu greinir í
symbólíkinni. í stuttu máli leiddi þessi þróun til þess að prédikunin var
felld inn í samhengi tíðabæna, en losnaði úr sambandi við kveldmáltíðina.
Tíðabænir gera ekki ráð fyrir sams konar textavali og því, sem vér erum
vanir út frá voru lútherska períkópukerfi.
Staða Saltarans í tíðabænunum veldur því hins vegar að eðlilegt verður
að miða ræðu við þá sálma, sem hann geymir, eða aðra biblíutexta
tíðabænanna, fremur en við guðspjall eða pistil. Áhrifa kirkjuársins gætti
einkum á stórhátíðum og á föstunni. — Hákirkjuhreyfingin hefir hins
vegar valdið þeirri breytingu að gera messuna (með altarissakramenti) að
meginguðsþjónustu sunnudagsins og hefir þar með aftur tengt saman
prédikun og altarissakramenti
Einn allra fremsti prédikari kristninnar fyrr og síðar var C.H.
Spurgeon. (1834-1892). Svo mikil var aðsóknin að prédikunum hans að
engin kirkja rúmaði þá, sem heyra vildu, og lét hann þá byggja „The
Metropolitan Tabemacle”, er tók sex þúsund manns, og var þessi mikli
samkomusalur fullur alla sunnudaga um 30 ára skeið. Yfirleitt prédikaði
hann blaðalaust, skrifaði venjulega aðeins nokkur orð á blað úr vasabók.
En hraðritarar skrifuðu hvert orð, og ræðumar voru gefnar út, endur-
skoðaðar af Spurgeon sjálfum. Myndaðist þannig tímarit, sem ber sama
heiti sem hinn mikli samkomusalur. Einstaka ræður komu út í afar
stórum upplögum og voru þegar þýddar á margar tungur. Tuttugu
þúsund eintök af sumum ræðum seldust í Þýzkalandi. Ræður hans vom
með afbrigðum lifandi túlkun Biblíunnar, Gamla og Nýja testamentið
jöfnum höndum, en einnig mótaðar af mælskulist, samlíkingum og
dæmum samkvæmt fomum fyrirmyndum. Spurgeon gaf líka út
prédikunarfræði og kenndi mörgum ungum prestum og stúdentum. Hann
talaði fyrst og fremst til einstaklingsins, líkt og feður metliódismans. Um
liturgisk sjónarmið hirti hann ekki. Prédikun hans var einhliða spámann-
legur boðskapur, þó ekki til þjóðfélags, heldur til einstaklinga. Þetta á
einnig við um marga mikla vakningaprédikara í öðrum kirkjum.
Frægastur ameriskra prédikara var Dwight Lyman Moody, f. 1837, d.
1899. Sagt var að áhrif frá honum hafi borist til þriggja milljóna manna,
meðan hann lifði. Styrkleiki hans var ekki menntun, heldur innilegt
bænalíf og frábær kunnátta í Ritningunni. Samt hafði hann dýpri áhrif á
unga háskólamenn en nokkur annar prédikari aldarinnar. Hann hafði
ágætt lag á því að vinna með öðrum mönnum, og fékk til liðs við sig
marga ágæta menn. Hann vakti fjölda háskólamanna til áhuga á
kristniboði, þar á meðal hina frægu „sjöstjömu frá Cambridge”. Þessi
kristniboðsvakning dreifðist bæði um hinn enskumælandi heim og
Norðurlönd, og átti sinn þátt í því að grundvalla hinar ungu kirkjur í
138