Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 153
Þankarúnir
einlægni ef honum á að takast þetta. En með drembilæti og eyðslusemi
mun honum mistakast”.
„Mikið verkefni er einnig framleiðsla auðæfanna. Látum framleið-
endur vera marga, en fáa eyða. Látum framkvæmdasemi vera í fram-
leiðslu og hagsýni í útgjöldum. Þá munu auðæfin ævinlega vera nóg.
Þegar mannkostamaður fer með völd, notar hann auðæfin til að auka (sín
góðu) áhrif. Spilltur valdhafi vill safna auðæfum, jafnvel þótt það kosti líf
hans”.
Öldum saman lifðu Kínverjar eftir þessum kenningum. Og þegar þeim
tókst það, svo sem á Tang-tímabilinu (um 600-900), áttu þeir sér
traustara mannfélag en nokkur önnur þjóð. Hefðu þeir ávallt lifað eftir
þeim, þá hefði hvorki „hvít” bylting né „rauð” átt sér stað, og keisari sæti
enn við völd. En allt snerist við: Drembilæti og eyðslusemi, sem Kung
varaði við, náði tökum á hirð og yfirstétt. Hæfir menn og framfarasinnar
voru drepnir, en óhæfum snápum hampað við hirðina. Keisaradómurinn
féll 1911; yfirstéttimar 1949, og fall þeirra var mikið. Margt fór eins og
hinn gamli spekingur hafði spáð.
Margt af því, sem að ofan er tilfært, höfum vér áður heyrt, og vitum
ýmislegt af því rétt vera. En eftir því viljum vér ekki fara, t.d. í
fjármálum. Eyðslubólga og kröfubólga hafa sýkt þjóðfélögin, og eru
báðir sjúkdómar skæðari með oss en öðmm þjóðum. Ástandið nefnist í
erlendum blöðum „ökonomisk narkomani” (VL. 27. 4. '64), fjármálalegt
deyfilyfjaæði. Lækningar em framkvæmdar með deyfilyfjum verð-
hækkana og kauphækkana (erlendis) og auk þeirra með gengisfellingum
hjá oss. Það meðal, sem tekið er í sprautumar, er fé úr ýmsum sjóðum
aldraðs fólks, spariaurar krakka, og úr vösum allra, sem peninga nota.
Meðalið verkar um stund, og ágætlega á sérfræðinga, meðan þeir ræða
eina hundrað milljóna fjárfestinguna af annarri — Þá gleymist í bili allt
kvein og allar kvalir og góður ásetningur. Ekki þarf að óttast að misbjóða
eðlilegum tilfinningum manna: í narkomaníu eyðast eðlilegar tilfinningar
og óeðlilegar taka við.
C. N. Parkinson hefur með „lögmálum” sínum bent á hliðstæður við
„drembilæti og eyðslusemi” sem Kung fú-tze talar um. Fyrsta lögmál
Parkinsons fjallar um ofvöxt í skrifstofuveldinu. — Eitt fyrirtæki,
allstórt, kvað hafa farið að ráðum hans: Fækkað eyðublöðum um tuttugu
og tvær milljónir, sparað með því 105 tonn af pappír (auk starfsfólks og
tíma). Annað lögmál Parkinsons er um tilhneigingu velferðarríkisins til
að skattleggja menn unz þeir taka að flytjast af landi brott. Hið þriðja
fjallar um hrömun stórfyrirtækja, sem hafa orðið ofvexti að bráð og taka
að „rotna” innan frá af ýmsum ástæðum.
í hinni fjárhagslegu narkomaníu getur valdhafinn ekki komið við
„algjörri samvizkusemi og einlægni” þótt hann vildi, janfvel ekki
heilbrigðri skynsemi, því allt þetta er illa þokkað af sjúklingunum, sem
þjást og kveina ef ekki er látið að kröfum þeirra. Valdhafinn verður að
151