Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 153

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 153
Þankarúnir einlægni ef honum á að takast þetta. En með drembilæti og eyðslusemi mun honum mistakast”. „Mikið verkefni er einnig framleiðsla auðæfanna. Látum framleið- endur vera marga, en fáa eyða. Látum framkvæmdasemi vera í fram- leiðslu og hagsýni í útgjöldum. Þá munu auðæfin ævinlega vera nóg. Þegar mannkostamaður fer með völd, notar hann auðæfin til að auka (sín góðu) áhrif. Spilltur valdhafi vill safna auðæfum, jafnvel þótt það kosti líf hans”. Öldum saman lifðu Kínverjar eftir þessum kenningum. Og þegar þeim tókst það, svo sem á Tang-tímabilinu (um 600-900), áttu þeir sér traustara mannfélag en nokkur önnur þjóð. Hefðu þeir ávallt lifað eftir þeim, þá hefði hvorki „hvít” bylting né „rauð” átt sér stað, og keisari sæti enn við völd. En allt snerist við: Drembilæti og eyðslusemi, sem Kung varaði við, náði tökum á hirð og yfirstétt. Hæfir menn og framfarasinnar voru drepnir, en óhæfum snápum hampað við hirðina. Keisaradómurinn féll 1911; yfirstéttimar 1949, og fall þeirra var mikið. Margt fór eins og hinn gamli spekingur hafði spáð. Margt af því, sem að ofan er tilfært, höfum vér áður heyrt, og vitum ýmislegt af því rétt vera. En eftir því viljum vér ekki fara, t.d. í fjármálum. Eyðslubólga og kröfubólga hafa sýkt þjóðfélögin, og eru báðir sjúkdómar skæðari með oss en öðmm þjóðum. Ástandið nefnist í erlendum blöðum „ökonomisk narkomani” (VL. 27. 4. '64), fjármálalegt deyfilyfjaæði. Lækningar em framkvæmdar með deyfilyfjum verð- hækkana og kauphækkana (erlendis) og auk þeirra með gengisfellingum hjá oss. Það meðal, sem tekið er í sprautumar, er fé úr ýmsum sjóðum aldraðs fólks, spariaurar krakka, og úr vösum allra, sem peninga nota. Meðalið verkar um stund, og ágætlega á sérfræðinga, meðan þeir ræða eina hundrað milljóna fjárfestinguna af annarri — Þá gleymist í bili allt kvein og allar kvalir og góður ásetningur. Ekki þarf að óttast að misbjóða eðlilegum tilfinningum manna: í narkomaníu eyðast eðlilegar tilfinningar og óeðlilegar taka við. C. N. Parkinson hefur með „lögmálum” sínum bent á hliðstæður við „drembilæti og eyðslusemi” sem Kung fú-tze talar um. Fyrsta lögmál Parkinsons fjallar um ofvöxt í skrifstofuveldinu. — Eitt fyrirtæki, allstórt, kvað hafa farið að ráðum hans: Fækkað eyðublöðum um tuttugu og tvær milljónir, sparað með því 105 tonn af pappír (auk starfsfólks og tíma). Annað lögmál Parkinsons er um tilhneigingu velferðarríkisins til að skattleggja menn unz þeir taka að flytjast af landi brott. Hið þriðja fjallar um hrömun stórfyrirtækja, sem hafa orðið ofvexti að bráð og taka að „rotna” innan frá af ýmsum ástæðum. í hinni fjárhagslegu narkomaníu getur valdhafinn ekki komið við „algjörri samvizkusemi og einlægni” þótt hann vildi, janfvel ekki heilbrigðri skynsemi, því allt þetta er illa þokkað af sjúklingunum, sem þjást og kveina ef ekki er látið að kröfum þeirra. Valdhafinn verður að 151
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.