Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 54

Skagfirðingabók - 01.01.1977, Page 54
SKAGFIRBINGABÓK stórhríðarútlit og erfitt gæti orðið að koma fénu til baka, ef veður versnaði. Asgrímur eyddi því og sagðist halda, að ekkert yrði úr þessu. Er þeir ráku féð áleiðis yfir ósinn á Stekkjarlæknum, reyndist hann ótraustur, og fóru þrjár kindur niður um ísinn. Voru þær samstundis dregnar upp úr og varð ekki meint af. Uppi á Sund- unum yfirgáfu mennirnir féð og gengu niður að læknum aftur til að athuga, hvort hægt yrði, er heim væri haldið, að fara yfir með reksturinn fyrir framan ósinn, eftir Skjaldbreiðarvatninu. Um sama leyti og þeir voru að reyna ísinn, þyngdi enn í lofti og fór að snjóa. Sneru þeir þá við til fjárins og fóru hratt. Ekki höfðu þeir langt farið, er á skall ofsarok af norðaustri með svo mikilli fann- komu og skafhríð, að ekki sá handa skil. Hlupu þeir áfram sem mest þeir máttu, þar til náð var til fjárins. Það var byrjað að spenna undan veðrinu í tveimur hópum, en þeir náðu því saman uppi í Sundabrúnum, og nú hófst æðisgengin barátta við að kom- ast með það heimleiðis. Þegar niður á Sundin kom, var beint í veðrið að sækja og ófærð meiri, snjór hlóðst á féð, svo það varð þungt til gangs, enda veðurofsinn með eindæmum. Þá varð þeim félögum ljóst, að þeir kæmu því aldrei heim án hjálpar. Mennirnir höfðu ekki búið sig sem skyldi í hinu góða veðri um morguninn, sótti því á þá kuldi, því með veðrinu herti frostið. Varð því að ráði, að Asgrímur færi heim, að sækja þeim skjólföt, mannhjálp og fleiri hunda, en aðeins einn hafði fylgt þeim um morguninn. Þeir komu ánum í skjól við melbarð, og þar stóðu Angantýr og Skúli yfir þeim og héldu þeim á hreyfingu, svo þær legðust ekki og fennti. Næsti bær við Mallöndin er Keta. Mjög stutt er milli þessara þriggja bæja. Þar bjó Magnús Arnason, bróðir Asgríms. Ekki þótti honum tryggilegt veðurútlitið þennan morgun, lét því enga skepnu út og fór að gefa fé sínu. Þegar veðrið skall á, fór Magnús mjög að óttast um Mallands- menn, því hann grunaði, að þeir hefðu rekið fé sitt til beitar. Fór hann því út að Mallöndum að fá fréttir. Og fréttirnar fundust 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.