Skagfirðingabók - 01.01.1977, Síða 54
SKAGFIRBINGABÓK
stórhríðarútlit og erfitt gæti orðið að koma fénu til baka, ef veður
versnaði. Asgrímur eyddi því og sagðist halda, að ekkert yrði úr
þessu.
Er þeir ráku féð áleiðis yfir ósinn á Stekkjarlæknum, reyndist
hann ótraustur, og fóru þrjár kindur niður um ísinn. Voru þær
samstundis dregnar upp úr og varð ekki meint af. Uppi á Sund-
unum yfirgáfu mennirnir féð og gengu niður að læknum aftur til
að athuga, hvort hægt yrði, er heim væri haldið, að fara yfir með
reksturinn fyrir framan ósinn, eftir Skjaldbreiðarvatninu. Um sama
leyti og þeir voru að reyna ísinn, þyngdi enn í lofti og fór að
snjóa. Sneru þeir þá við til fjárins og fóru hratt. Ekki höfðu þeir
langt farið, er á skall ofsarok af norðaustri með svo mikilli fann-
komu og skafhríð, að ekki sá handa skil. Hlupu þeir áfram sem
mest þeir máttu, þar til náð var til fjárins. Það var byrjað að
spenna undan veðrinu í tveimur hópum, en þeir náðu því saman
uppi í Sundabrúnum, og nú hófst æðisgengin barátta við að kom-
ast með það heimleiðis. Þegar niður á Sundin kom, var beint í
veðrið að sækja og ófærð meiri, snjór hlóðst á féð, svo það varð
þungt til gangs, enda veðurofsinn með eindæmum. Þá varð þeim
félögum ljóst, að þeir kæmu því aldrei heim án hjálpar.
Mennirnir höfðu ekki búið sig sem skyldi í hinu góða veðri
um morguninn, sótti því á þá kuldi, því með veðrinu herti frostið.
Varð því að ráði, að Asgrímur færi heim, að sækja þeim skjólföt,
mannhjálp og fleiri hunda, en aðeins einn hafði fylgt þeim um
morguninn. Þeir komu ánum í skjól við melbarð, og þar stóðu
Angantýr og Skúli yfir þeim og héldu þeim á hreyfingu, svo þær
legðust ekki og fennti.
Næsti bær við Mallöndin er Keta. Mjög stutt er milli þessara
þriggja bæja. Þar bjó Magnús Arnason, bróðir Asgríms. Ekki þótti
honum tryggilegt veðurútlitið þennan morgun, lét því enga skepnu
út og fór að gefa fé sínu.
Þegar veðrið skall á, fór Magnús mjög að óttast um Mallands-
menn, því hann grunaði, að þeir hefðu rekið fé sitt til beitar. Fór
hann því út að Mallöndum að fá fréttir. Og fréttirnar fundust
52