Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 5
4
JÓn ÓLAFSSon oG KRISTInn ScHRAM
samhengi. Við höfum því tekið þá óvenjulegu, og vafalaust umdeilanlegu,
ákvörðun að leyfa þessum hugtökum öllum að njóta sín. Þannig fær hver
höfundur að nota sína leið að hugtakinu íronía á íslensku, en undirliggj-
andi merking er þó vonandi af sama stofni eða, að minnsta kosti, nátengd.
Merking íroníu er alltaf samhenginu háð, bæði í tíma og rúmi, þar
sem hún er rituð, mynduð, leikin og flutt bæði á opinberum vettvangi
og í hversdeginum. Hvort sem hún birtist okkur í ræðu eða riti, mark-
aðsvöru, skemmtiefni eða hvers kyns list, getur hún verið stór þáttur í
skoðanamyndun og valdabaráttu og er ólík í höndum hinna valdameiri
og valdaminni. Með hana að vopni má grafa undan ríkjandi orðræðu en
einnig viðhalda valdastöðu. Í þessu hefti Ritsins verða þessir ólíku þætt-
ir í merkingarheimi íroníunnar skoðaðir sem fræðileg viðfangsefni, tján-
ingarform og virk öfl í íslensku og alþjóðlegu samfélagi og menningu.
Þrjár ritrýndar greinar tilheyra þema heftisins að þessu sinni. Engin þeirra
felur í sér neina viðleitni til að skýra hugtakið sérstaklega, en í þeim er
bæði beitt greiningu sem kalla má íroníska og um leið fjallað um birting-
armyndir íroníu. Ármann Jakobsson gerir atlögu að tvísæi í miðaldasögum
í grein sinni um Skarphéðin njálsson, en spyr um leið grundvallarspurn-
ingar um íroníu, það er um íroníu tilvistarinnar annars vegar og íroníu
í málinu hins vegar. Greining tvísæis í máli sögupersónu er þannig til-
raun til að nálgast tilvistarlegt tvísæi og fanga með því boðskap sögunnar.
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir fjallar um húmor og íróníu í nokkrum ljóð-
um Sigfúsar Daðasonar í grein sinni „vegir sem stefna […] beint út í hafs-
auga“. Bergljót beinir sjónum sérstaklega að hugrænum ferlum og hvernig
íronía rífur niður og tvístrar viðteknum hugmyndum – hugarheimi og um
leið hinum kunnuglega heimi. Með þessari greiningu á skáldskap er hlutur
hans ekki aðeins við merkingarsköpun dreginn fram, heldur einnig við
veruleikasköpun. Íronía er oft tengd við uppgjöf, frekar en átök, þar sem
napurt háðið birtir kaldranalega sýn á veruleika og umhverfi án vonar um
að slíkri stöðu sé hægt að breyta. Íronía í skáldskap Sigfúsar hefur alveg
öfugt hlutverk samkvæmt Bergljótu. Hún nærir þvert á móti róttæka hugs-
un og leiðir til að brjótast út úr kúgunaraðstæðum.
Kjartan Már Ómarsson fjallar um menningarsögulegt samhengi stytt-
unnar af Leifi heppna í grein sinni „Týndi sonurinn: Hugleiðing um lík-
neski Leifs heppna Eiríkssonar“. Kjartan byrjar á því að fjalla stuttlega um
hin táknrænu skilaboð sem staðsetning líkneskja í borgarlandslaginu gefur,
og setur það síðan í samhengi við umræður og deilur um styttuna af Leifi