Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 263
262
byggja upp samfélag og taka sig saman til að berjast fyrir betri tímum. Án
efa hafa íronísk sjónarhorn einnig létt erfiðar aðstæður með því að koma
auga á spaugilegar mótsagnir í þeim og hjá því fólki sem á að heita að sé
við stjórnvölinn.
En vel má efast um raunverulegar afleiðingar slíkrar íroníu og tilgang
hennar þegar kemur að því að hafa jákvæð áhrif á heimsvísu. nýleg lýs-
ing á menningu og lifnaðarháttum mexíkóskra verkamanna í tómatarækt,
sem ber heitið Afl íroníunnar,55 lýsir vægi skopstælingarinnar í upplifun
þessara blásnauðu verkamanna á vínekrum hnattvæðingarinnar og hvernig
þeir beita íroníu um þá sem virðast stjórna lífshlaupi þeirra (þar á meðal
mannfræðinga, svo því sé haldið til haga). Íronía við slíkar aðstæður hefur
vafalaust sálfræðilega sefandi áhrif á þá lágt settu sem búa við óþægindi og
þjáningar. En hefur þetta „vopn“ einhver raunveruleg áhrif, þegar öllu er
á botninn hvolft, til að breyta hlutlægum aðstæðum verkamanna eins og
þær koma fram t.a.m. í mælingum þróunarvísitölu Sameinuðu þjóðanna?
Íronía þessara verkamanna kemur fram í beitingu siðferðilegs ímyndunar-
afls en um áhrifin má efast. Pólitíkin sem í þessu felst kann á endanum
að reynast pólitík tillátssemi og sjálfsendurnýjunar en ekki raunverulegt
andóf í þeim tilgangi að fækka sjúkdómum, fjölga hitaeiningum eða auka
tekjur. Þannig má beita íroníu á andvaralausa og ógagnrýna notkun hug-
taka á borð við „vopn,“ „afl“ og „vald“ þegar þau eru notuð um íroníu.
Íronía gegnir vafalaust ólíkum hlutverkum á hinum ýmsu sviðum stjórn-
mála, hvort sem með orðinu „stjórnmál“ er átt við samspil margra sjón-
armiða í stjórnarháttum samtímans, ofbeldisstjórnir kúgara, fínleg spill-
ing yfirráða sem Gramsci fjallaði um, gegnsýrandi vald eins og Foucault
greindi það eða undirróðursöflin sem Machiavelli hampaði svo mjög.56
Í pólitík Machiavellis, þessa meistara stjórnmálamannanna, má – þegar
öllu er á botninn hvolft – finna fláráðan leik hins innra gegn hinu ytra,
orðagjálfurs gegn afstöðu svo aðeins sé nefnt það sem skapar minnsta íron-
íu. Þegar hugsað er um stöðu bandarískra stjórnmála nú, megum við ekki
gleyma helsta boðorði Machiavellis um að meira virði en dyggðin sjálf, sé
að hafa orð á sér fyrir að vera dyggðugur.
Í öllum þessum pólitísku ferlum getur íronían afhjúpað sviksemi leið-
55 Gabriel Torres, The Force of Irony: Power in the Everyday Life of Mexican Tomato
Workers. oxford: Berg Publishers, 1997.
56 Sjá Minnisbækur úr fangelsi eftir Antonio Gramsci, Vald/þekkingu eftir Michel
Foucault og Furstann eftir niccolo Machiavelli.
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ