Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 60
59
morfem) í málleikjum borgarinnar og býður upp á mismunandi merkingar
allt eftir því hvar hún er staðsett.5
Ef erfitt reynist að sjá hvernig tilfæringar á styttu geta breytt merk-
ingu á lestri sögu borgarinnar má benda á hliðstæða hugsun með einföldu
orðadæmi: Það eina sem skilur að setningarnar „maðurinn stóð upp við
vegginn“ og „maðurinn stóð uppvið vegginn“ er eitt lítið bil en segja má
að merkingin breytist úr einu í annað. Í fyrra dæminu liggur merkingar-
þunginn í að einhver hafi t.d. legið í jörðinni við vegginn og svo staðið upp,
en í síðara dæminu stendur maðurinn einfaldlega við vegginn. Merkingin
breytist eftir því hvort áhersluþunginn hvílir á atviksorðinu upp eða við.6
Þannig má sjá að tilfæringar ráðamanna á styttum borgarinnar eru til-
raun til þess að láta uppsetningu sem eitt sinn mátti lesa „Íslendingar eru
undirskipaðir Dönum“ fá nýja merkingu og segja aðra sögu – lausnarsögu
þjóðar.7
Það er því ekki furða eins og Jón Karl rekur að það hafi verið mál
manna að flytja líkneski Jóns Sigurðssonar á „Austurvöll miðjan, and-
spænis Alþingishúsinu, þar sem „þá var líkneski Alberts Thorvaldsens“.8
5 Eiríkur Rögnvaldsson, Íslensk orðhlutafræði, Reykjavík, 1990. https://notendur.
hi.is//~eirikur/ordhlfr.pdf. [Sótt 29. desember 2013].
6 Þórbergur Þórðarson setti fram kenningu í grein sem hann ritaði árið 1941 um hve-
nær skuli rita smáorð í einu lagi eða hvert út af fyrir sig. Þar var þumalputtareglan
sú: „Þegar atviksorð, sem stendur næst á undan forsetningu, á við forsetninguna, en
ekki sögnina í orðasambandinu, rennur það samanvið hana í hugsun og framburði,
svoað úr verður eitt orð með aðaláherzlu á atviksorðsliðnum eða fyrri samstöfu
hans, en forsetningarliðurinn missir aðaláherzlu“. Þórbergur Þórðarsson, „nokkur
orð um skynsamlega réttritun“, Tímarit Máls og menningar 3/1941, bls. 213–229,
hér bls. 214–215.
7 Eins getur sjónarhorn áhorfanda spilað stóran þátt í merkingarsköpun af þessu
tagi eins og sjá má í mynd sem Baltasar Kormákur gerir eftir skáldsögu Hallgríms
Helgasonar 101 Reykjavík árið 2000. Þar staðsetur framsögumaður myndarinnar
sig á vissum punkti rétt fyrir neðan núllið í Bankastræti og lítur í átt að stjórn-
arráðsstyttunum þannig að Hannes Hafsteinn skyggir á Kristján IX Danakonung.
Með því að vagga höfðinu til hliðanna, sér hann, þaðan sem hann stendur, hvernig
Kristján stingur stjórnarskránni sem hann heldur á upp í afturendann á Hannesi.
Því mætti segja að jafnvel staðsetningin ein sé ekki merkingarbær heldur einnig
sjónarhorn áhorfanda. Svo er það allt annar handleggur að styttan af Kristjáni er þar
fyrir utan skáldskapur þar sem „Kristján afhenti Íslendingum aldrei stjórnarskrána
þegar hann kom í heimsókn til Íslands árið 1874. Hún kom ekki til landsins fyrr en
árið 1904 og var send aftur utan árið 1928. Styttan er því sögufölsun“. Egill Ólafsson,
„Styttan af Kristjáni konungi“. Sjá: Sjá: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/724902/.
[Sótt 29. desember 2013].
8 Jón Karl Helgason, Ódáinsakur, bls. 108.
TÝnDI SonURInn