Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Síða 64
63
bréfaskiptin milli ráðamanna í borgarstjórn aukast má hins vegar merkja
aukinn þrýsting Bandaríkjastjórnar á íslensk yfirvöld sem eru hægt og
bítandi að láta undan. Ráðamenn malda í móinn sem fyrr en svo virðist
sem vilja Bandaríkjamanna verði ekki hnikað í þessu máli. Bæjarstjórnin
gengst að lokum við því „eftir atvikum“ að Leifur standi á holtinu í stæði
Skólavörðunnar þrátt fyrir að kostnaðurinn yrði sá, að þá yrði að „taka
hana [Skólavörðuna] þegar ofan“.20 orðalagið „eftir atvikum“ segir margt
um eðli gjafar Bandaríkjamanna.
Kannski að þar sé komin ástæðan fyrir því að íslensk yfirvöld efndu
aldrei loforð sitt um að fullgera „listaverkið“ eins og höfundur þess hafði
óskað. Stirling calder hafði óskað þess að grafin yrði tjörn fyrir framan
standmyndina, sem átti að vera hafflöturinn sem Leifur sigldi yfir, þar
sem mynd styttunnar átti að speglast á góðviðrisdögum. Forsætisráðherra
Íslendinga ítrekaði óskina við afhjúpunarathöfnina og sagði að í „kringum
styttuna [ætti] eftir að gera tjörn – til samræmis við stallinn, sem er stafn
af skipi og í minningu um afburða sjómensku [svo] forfeðra okkar“.21 Það
ku víst hafa gleymst.22
Það má lesa margt í gjöf Bandaríkjamanna til Íslendinga og það er vel
þess virði að doka aðeins við og gaumgæfa hana betur. Fyrst mætti nefna
að Bandaríkjamenn voru búnir að ákveða hver gjöfin yrði áður en þeir til-
kynntu landsmönnum um hana – sumir myndu jafnvel segja að henni hafi
verið þvingað upp á Íslendinga.23 næst má nefna að þeir heimtuðu einnig
20 Sama stað.
21 Höfundur óþekktur, „Afhjúpun minnisvarða Leifs heppna á sunnudaginn“, Morg-
unblaðið, 19. júlí 1932, bls. 3.
22 Það má velta því fyrir sér hvort tjörnin hafi gleymst óvart, eða af ásettu ráði, sbr.
ráðagerðir (e. strategy) og undanbrögð (e. tactics) Michel de certeau. Greinarmunur
de certeaus á ráðagerðum og undanbrögðum kemur fram í meðferð hans á hugtök-
unum í kaflanum „Walking in the city“ úr The Practice of Everyday Life. Þar tengir
hann ráðagerðina stofnunum og framleiðsluvaldinu, þeim sem byggja borgir og
leggja vegi. Einstaklingurinn sem ferðast um vegi og borgir, sá sem „notar“ borgina,
hefur hins vegar undanbrögð sér innan handar. Michel de certeau, „Walking in
the city“, The Practice of Everyday Life, þýð. Stephen Rendall, Berkeley; London;
Los Angeles: University of california Press, 1984, bls. 34–42, 91–111.
23 Franski félagsfræðingurinn Marcel Mauss skoðaði gjafamenningu og komst að því
að æ sér gjöf til gjalda. Það hvílir ávallt einhvers konar skylda á þiggjanda að hann
greiði gjöfina til baka með einu eða öðru móti. Það er forvitnilegt í þessu samhengi
að ímynda sér hvað það er í rauninni sem Bandaríkjamenn eru að sælast eftir hér
á landi þar sem aðeins einn almennilegur vörubíll er til. Þessa spurningu má svo
endurtaka í samhengi við Marshall-aðstoðina sem Íslendingar hlutu. Freistandi er
að benda á þá staðreynd að Marshall-aðstoðin var hugsuð sem aðferð til þess að
TÝnDI SonURInn