Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 82
81
Lok lok og ólæs
Það er óskrifuð regla, og auðskilin, að sé eitthvað þess virði að þess sé gætt
hlýtur það að vera merkilegt. Það er ástæðan fyrir því að fólk kemur hlut-
um fyrir í bankahólfum og læsir mávastell inni í skápum.79 Formúlan gæti
jafnvel virkað á þann veg að því vandlegar sem einhvers er gætt þeim mun
merkilegra er það. Það er deginum ljósara beri maður fjölda lífvarða Ólafs
Ragnars Grímssonar við fjölda lífvarða Vladimírs Pútín. Það er þar að
auki vægast sagt fróðlegt að það eru Bandaríkjamenn sem verða til þess að
settur er vörður kringum Leif, svo ætla mætti að hann innihaldi eitthvert
verðmæti í þeirra augum sem Íslendingar koma ekki auga á. nema að
maður geri tilraun til þess að dæma tunglið frá dimmu hliðinni og segi að
Íslendingar komi auga á innbyggð gildi Leifsstyttunnar en líki þau ekki.
Raunar minnir sagan af styttuverðinum á söguna af því þegar Friðrik
Prússakeisari kom þýsku þjóðinni til þess að borða kartöflur gegn vilja
hennar. Árið 1774 sá Friðrik Prússakeisari leið til þess að fæða Þjóðverja
og lækka verðið á brauði með því að fá fólk til þess að rækta og borða
kartöflur.80 Hins vegar var það hægar sagt en gert og þegar hann skipaði
þegnum sínum að rækta kartöflur fékk hann þau svör að hundar litu ekki
einu sinni við þeim og því skyldi þá fólkið borða þær. Ekkert gekk fyrr en
Friðrik lét gera konunglegan kartöflugarð sem var girtur af og með settan
vörð. Allir sem sáu gerðu ráð fyrir því að kartöflur væru einhvers virði,
stálu þeim úr garðinum og tóku að rækta þær sjálfir. Fyrr en varði voru
allir Þjóðverjar farnir að háma í sig kartöflur.
Vera má að vörðurinn kringum Leif hafi verið settur í því skyni að
vernda bandarískar hugsjónir. Það má hins vegar einnig vera að vörðurinn
hafi verið settur í því skyni að láta Íslendinga girnast sömu hugsjónir, líkt
og kartöflur Prússakonungs. Líta má á Leifsstyttuna sem fyrirboða um
rof sem hefur ekki átt sér stað í þjóðfélaginu en er á næsta leiti. Vestræn
menningaráhrif streyma til landsins og íslensk, þjóðleg sveitamenning er
á undanhaldi. Þó voru fæstir sem bjuggu í höfuðstaðnum Reykvíkingar
í fleiri en eina kynslóð og þorri reykvísks heldrafólks, ráðherrar, heild-
salar og bankastjórar, voru allir áður smalastrákar, fjósamenn, kaupmenn
79 Sjá frekar um mávastell í skápum: Guðni Elísson, „Mávastell“, Rekferðir, Reykjavík:
Háskólaútgáfan: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, 2011,
bls. 111–113.
80 Jeff Chapman, „The impact of the potato“. http://www.history-magazine.com/potato.
html. [Sótt 3. janúar 2014].
TÝnDI SonURInn