Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 17
16
En ef við horfum fyrst á það sem glottið augljóslega merkir þá er hand-
hægt að draga þá bráðabirgðaályktun að Skarphéðni sé skemmt. Í kjölfarið
er eðlilegt að velta fyrir sér hvort tilsvar hans sé íronískt og hvernig beri
þá að ráða í það. Eitt megineinkenni tvísæis er að það er stundum hægur
vandi að bera kennsl á það en á hinn bóginn ekki alltaf jafn létt að setja
fram endanlega skýringu á því í hverju íronían felst. Í þessu tilviki snýst
hún þá um að þeir njáll vita báðir hvernig framhaldið verður á þessari
deilu en Skarphéðinn lætur ógert að hafa orð á því; á hinn bóginn innsiglar
hann mállegt samsæri og mannfélagslega samstöðu þeirra feðga með hinu
ósagða.33 Setningin merkir á yfirborðinu að eitthvert gagn megi hafa af
fénu en glottið gefur til kynna að hann geti sér nú þegar til um hvernig því
verði að lokum varið.
Þegar farið er yfir orðræðu Skarphéðins í Brennu-Njáls sögu frá upphafi
til enda má finna ýmis fleiri dæmi um íroníu og ég rek þau hér stuttlega,
ekki aðeins til að rökstyðja að orðræða Skarphéðins sé gegnsýrð íroníu
heldur líka til að sýna um leið hversu fjölbreytt hún er og verður ekki skýrð
með einföldum formúlum nema eitthvað glatist þá í leiðinni.
1. 37. kapítuli: Eftir að Atli hefur vegið Kol segir Skarphéðinn: „Miklu
eru þrælar atgerðameiri en fyrr hafa verit: þeir flugusk þá á, ok þótti þat
ekki saka, en nú vilja þeir vegask“. Síðan glottir hann við. Með þessum
orðum fjarlægir Skarphéðinn sig frá atburðarásinni með því að láta sem
húskarlavígin séu eins og hver annar brandari – áflog sem þykjast vera
mannvíg. Þetta er gott dæmi um tvísæi sem hefur þá svipuð áhrif og
Kierkegaard lýsir hjá sókratískri íroníu. Skarphéðinn hefur sig yfir átökin
telur glottið þó vísbendinguna um eins konar andlega vanstillingu: „Skarphéðinn
tries to control his feelings with a bantering tone and with a grin. Skarphéðinn’s
grins are always a bit unnerving. His grin suggests sadistic urgings and hostile
sensation at the same time that it suggests desperate efforts at self-control. So
the grin is multiply determined. At some level it means to cover up and control,
at another it means to reveal, and at yet another it can’t be meant at all because
it appears involuntarily“ („Emotions and the sagas,“ From Sagas to Society: Comp-
arative Approaches to Early Iceland, ritstj. Gísli Pálsson, Enfield Lock: Hisarlik Press,
1992, bls. 89–109, hér bls. 101. Þetta er mun nær lagi en þó finnst mér ekki úti-
lokað að glottið sé miklu yfirvegaðra en þeir telja báðir, þ.e. að Skarphéðinn glotti
af ásettu ráði og að sadismi komi þar jafnvel ekkert við sögu (nema hann eigi sér ef
til vill bólstað í íroníu almennt, eins og rætt verður nánar hér í lokin).
33 William Ian Miller (‘Why is Your Axe Bloody?’: A Reading of Njáls saga, oxford:
oxford UP, 2014, bls. 81) segir: „njal and Skarphedin are both here making an
in-the-know joke, registering their knowledge of the paradox of buying peace“.
ÁRMAnn JAKoBSSon