Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 52
51
1805 þegar Wordsworth er að mestu horfinn frá hugmyndinni um hina
glötuðu paradís í náttúrunni, sem einkenndi fyrstu gerð ljóðsins 1799, og
tekinn að tjá viðhorf sem standa nær almennum hugmyndum biskupa-
kirkjunnar ensku.51
Ljóðmælandi Sigfúsar notar, eins og ljóðmælandi enska skáldsins öðrum
þræði, hugtakslíkinguna um minnið sem hirslu eða geymi (e. container).52
Báðir líta þeir líka aftur í tímann og skoða það sem var í nýju ljósi, þannig
að tvennir tímar eru undir – og þeir sjálfir á ólíkum æviskeiðum. En sitt-
hvað ber líka á milli. Þegar ljóðmælandi Sigfúsar segir kímileitur að það
hafi oltið á ýmsu hvort hann hafi kunnað að meta stóru greiðana og „náðina
/ þá dýrmætu“, „hugsar“ hann þvert á gamalkunnan þekkingarramma þar
sem kristin skáld þakka almættinu hvaðeina sem þeim dettur í hug, iðrast
og vænta náðar. Ljóðmælandi Wordsworths nefnir líka gjarna „gjafir“.
Þær stærstu eru „lífsöndin“ (e. the vital soul) – sá hluti sálarinnar sem dýr
og menn eiga sameiginlegan og er ein af þremur forsendum skáldskap-
ariðju í Prelúdíunni53 − og „kraftaverksgjöfin“ sem tryggir ljóðmælanda
sköpunarkraft og innsýn sem sjáanda en leggur honum líka þungar skyldur
á herðar.54 náðin − blessunarástand sem tekur bæði til siðferðis og list-
rænnar iðju ljóðmælanda55 − er líka ýmist „gjöf“ ellegar kraftur af himn-
um ef hún er þá ekki bara samfelldur himneskur greiði.56 Árekstrar með
Andrew Ulmer, The Soul’s Progress, The Faith of the Prelude“, The Christian
Wordsworth, 1798–1805, new York: State University of new York Press, 2001, bls.
189 o. áfr. − Þar sem Prelúdían á í samtali við Milton, coleridge og fleiri enska
höfunda, mætti leika sér að samanburði í ýmsar áttir.
51 Sjá t.d. Klaus P. Mortensen, The Time of Unrememberable Being: Wordsworth and
the Sublime, 1787–1805, Kaupmannahöfn: Museum Tusculanum Press, 1998, bls.
24−25.
52 Sjá Lis Møller, „The Memory in Wordsworth’s Spots of Time“, Orbis Litterarum
2/2014, bls. 94−107, hér bls. 99−102. Møller gerir grein fyrir tveimur lykilhugtaks-
líkingum um minnið: geyminum og því sem hún kallar „grafíska líkingu minnisins“.
Minnt skal á að venja er að skrifa hugtakslíkingar með hásteflingum.
53 William Wordsworth, The Prelude, the 1805 Text: Or Growth of a Poet’s Mind, ox-
ford: oUP 1970, I, 161.
54 William Wordsworth, The Prelude, the 1805 Text: Or Growth of a Poet's Mind, 1, 22
og I, 40.
55 Sjá Margot Beard, „Lessons from the Dead Masters: Wordsworth and Byron in J.
M. coetzee’s Disgrace“, English in Africa 1/2007, bls. 59−77, hér, bls. 63.
56 William Wordsworth, The Prelude, the 1805 Text: Or Growth of a Poet’s Mind, ox-
ford: oUP 1970, VI, 188−89, sjá einnig Elizabeth Geen, „The concept of Grace
in Wordsworth’s Poetry, Publications of the Modern Language Association of America
3/1943, 689−715, hér bls. 697.
„VEGIR SEM STEFnA […] BEInT ÚT Í HAFSAUGA“