Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 167
166
höfundum en námsbækur frá þessum tíma sýna hversu viðurkennd þessi
þekking var á þeim tíma.38 Í rannsókn á námsbókum grunnskólabarna
útgefnum frá lokum 19. aldar til ársins 2000 kemur fram að þrátt fyrir að
minna sé um gildishlaðnar staðhæfingar tengdar beint við flokkun fólks í
kynþætti, í nýrri bókum en hinum eldri, er gert ráð fyrir að kynþættir séu
sjálfsögð leið til að hugsa um fjölbreytileika og ekki sett spurningarmerki
við flokkunina sem slíka.39 Rétt eins og ljósritið sem sonur minn fékk til að
æfa lesskilning og fjallað er um hér í upphafi, er í námsbókum gjarnan sett
sama-sem-merki á milli vanþróunar og samfélaga sem eru ekki vestræn
og lögð áhersla á siðferðilegt hlutverk Vesturlandabúa til þess að „bjarga“
öðrum. Slík nálgun einfaldar gróflega söguleg tengsl ólíkra heimshluta.
Þetta hefur þó breyst að einhverju leyti í námsbókum sem komið hafa út
eftir árið 2000 en í mörgum þeirra er reynt að leggja áherslu á fjölþættan
uppruna Íslendinga.40 Ímyndir námsbóka eru augljóslega bara einn þáttur
af því hvernig einstaklingar læra að líta á sig sem hluta af ákveðnum kyn-
þætti, sem stendur í samræðum við aðrar orðræður, til dæmis um þróun-
armál og fjölmiðlaumræðu. Þrátt fyrir að kynþáttafordómar samtímans
séu mun flóknari en svo að þeir snúist aðeins um gamlar flokkanir á fólki í
staðlaða kynþætti má velta fyrir sér hver séu áhrif þessarar gagnrýnislausu
umræðu á hugmyndir um fjölbreytileika almennt. Hvernig mótar eldri
kynþáttahyggja, og þá sérstaklega hugmyndir um hvítleika, nýrri hug-
myndir um mun á milli fólks vegna menningar og trúarbragða?
Jafnframt hafa alltaf átt sér stað fólksflutningar til og frá landinu.41
Töluverð breyting átti sér þó stað frá árinu 1996 samfara auknum efnahags-
legum uppgangi þar sem margir komu til Íslands í atvinnuleit. Fjöldi fólks
af erlendum uppruna fór á stuttum tíma frá því að vera undir 2% árið 1996
38 Kristín Loftsdóttir, „Encountering others in the Icelandic Schoolbooks: Images of
Imperialism and Racial Diversity in the 19th century“, Opening the Mind or Draw-
ing Boundaries? History Texts in Nordic Schools, ritstj. Þorsteinn Helgason og Simone
Lässig, Göttingen: Vandenhoeck and Ruprecht UniPress, 2010, bls. 81–105.
39 Kristín Loftsdóttir, „Learning Differences: nationalism, Identity and Africa in
Icelandic Schoolbooks“, International schulbuchforschung 29 (1) 2007, bls. 5–22.
40 Kristín Loftsdóttir, „Encountering others in the Icelandic Schoolbooks: Images of
Imperialism and Racial Diversity in the 19th century“, Opening the Mind or Draw-
ing Boundaries? History Texts in Nordic Schools, ritstj. Þorsteinn Helgason og Simone
Lässig, Göttingen: Vandenhoeck and Ruprecht UniPress, 2010, bls. 81–105.
41 Ólöf Garðarsdóttir og Þóroddur Bjarnason, „Áhrif efnahagsþrenginga á fólksflutn-
inga til og frá landinu“, Þjóðarspegillinn 2010: Rannsóknir í félagsvísindum XI, ritstj.
Gunnar Þór Jóhannesson og Helga Björnsdóttir, Reykjavík: Félagsvísindastofnun
Háskóla Íslands, 2010, bls. 205–215.
KRiStín loFtSdóttiR