Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 257
256
Í mannfræðinni býður þetta upp á það íroníska viðhorf að vera með-
vitaður um spennuna sem bæði heimildamenn og mannfræðingar finna
vegna þess hvernig samskipti í daglegu lífi mótast af málamiðlunum á milli
orðagjálfurs og afstöðu, félagslegs þrýstings og persónulegra hneigða.
Þessi spenna getur af sér marga íroníuna – og það hlýtur að vera gott fyrir
hvern nemanda sem vill forðast að vera afvegaleiddur og vonast til að gera
sér að fullu grein fyrir innri meiningu og ásetningi, bæði í samfélaginu og
þeim aðferðum sem við notum til að rannsaka það, að gera sér grein fyrir
þeirri staðreynd. Þetta gerir mann að minnsta kosti hikandi við að líta á
eigin rannsókn sem einstaka og að gera aðeins ráð fyrir óheilindum hjá
heimildamönnum eða undirsátum í samfélaginu (e. subaltern).
Hér skulum við beina sjónum sérstaklega að tveimur íroníum mann-
fræðirannsókna: íroníu skilningsforgangs og íroníu flokkunarforgangs. Í
báðum tilfellum kvikna íronískar spurningar um óviljandi samsekt. Vel má
færa fyrir því rök að í vettvangsvinnu sé nauðsynlegt að vera meðvitaður
um spennuna á milli „yfirborðs“ og „dýpri“ vitundarstiga, ef menn ætla
ekki að láta afvegaleiðast þegar þeir reyna að setja viðfangsefni sitt í sam-
hengi.44 En við verðum einnig að hafa í huga mögulega íroníu í því þegar
við teljum að staða okkar bjóði upp á skilningsforgang gagnvart dýpri
þáttum merkingar og forgang við að setja fram hugtakaramma til að tákna
hana.
Við fyrstu sýn virðist mannfræði, eða hvaða félagsvísindagrein sem er,
takast á við íroníu skilningsforgangs – íroníuna sem birtist svo skýrt í því
(„Thinking as a Moral Act: Ethical Dimensions of Anthropological Fieldwork
in the new States“, The Antioch Review 28, 1968, bls. 139–158) „er skáldskapur
kjarni hverrar mannfræðilegrar vettvangsrannsóknar sem vel gengur,“ og gerir
vettvangsrannsóknir íronískar þar sem hinn nauðsynlegi skáldskapur er aldrei full-
komlega sannfærandi, hvorki fyrir mannfræðinginn né þá sem hann eða hún vinnur
með. Þetta tekur einnig til hins formlega skáldskapar félagslegrar staðsetningar.
Til dæmis má nefna Lutkehaus sem tekur upp merki Geertz þegar hún lýsir eigin
vettvangsrannsóknum á miðjum 8. áratugnum á Manam-eyju í Papúa nýju Gíneu
sem „tvöfaldri“ íroníu: „Ekki aðeins var ég gerð að skálduðum meðlimi ákveðins
ættbálks, eins og oft er raunin með mannfræðinga sem vinna í samfélögum sem
byggja á ættartengslum, og öðlaðist þannig tilbúna ættmenn sem ég gat verið í sam-
skiptum við; heldur var ég einnig sett í skáldað samband við camillu Wedgewood
[mannfræðingur sem var við rannsóknir á Manam um fjörutíu árum fyrr]: fólk leit
svo á að ég væri „barnabarn“ hennar.“ nancy Lutkehaus, Zaria’s Fire: Engendered
Moments in Manam Ethnography. Durham, n.c.: carolina Academic Press, 1995,
bls. 16.
44 Johannes Fabian, „Ethnographic Misunderstanding and the Perils of context“,
American Anthropologist 97, 1/1995, bls. 41–50.
MARY TAYLoR HUBER oG JAMES W. FERnAnDEZ