Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 42
41
við slíkt. En lykilspurningin sem anekdóta Jouberts hafi vakið, hafi snúist
um eðli baráttunnar gegn nýlendustefnunni og í víðari skilningi um sjálfa
byltinguna.24
Auðvelt er að túlka III ljóð Handa og orða í ljósi fyrrgreindrar umræðu,
ekki síst vegna þess að Sigfús hafði alltaf brennandi áhuga á þróun mála í
nýlendum, hálflendum og eftirlendum enda leit hann svo á að nýkólóníal-
isminn skipti sköpum fyrir kapítalískt hagkerfi samtímans. Fáeinum árum
eftir að hann hélt heim til Íslands frá París skrifaði hann í Tímarit Máls og
menningar um ástandið í nýlendunum. Þar á meðal eru greinarnar „Um
nokkur atriði Kongómálsins“ og „Þjóðfrelsisbarátta og sósíalismi“, svo
ekki sé minnst á að í ritgerðinni Veruleika og yfirskini, sem ég nefndi fyrr,
fjallar hann meðal annars um hliðstæður með sálrænni og menningarlegri
afstöðu Íslendinga annars vegar og nýlenduþjóða hins vegar.25 Eðli bar-
áttunnar í nýlendum, hálflendum og eftirlendum, svo og byltingin eru þá
meðal umþenkingarefna hans. Eins og fjölmargir aðrir á áratugunum eftir
seinna stríð vildi hann leggja sitt til að koma á nýju samfélagi sem byggð-
ist ekki á kúgun, arðráni og vopnavaldi. Hann sá fyrir sér „demókratíska
menningu“ sem gæti af sér „nýja menn“ sem leystu málin í sameiningu.26
En til að það gæti orðið að veruleika þurfti öflugt menningarstarf. Í seinni
hluta „Veruleika og yfirskins“ vitnar hann meðal annars í verk heimspek-
ingsins Francis Jeanson, exístensíalistans sem var einn helsti baráttumaður
Frakka gegn nýlendustefnunni á sjötta og sjöunda áratugnum. Þar segir
m.a.:
Menningin er sameiginlegt starf, samvirkt starf að verkefnum sem
varða samfélagið. Þessvegna eru menningin og pólitíkin ósundur-
greinanlegar: ekki aðeins er öll menning byltingarkennd, heldur er bylt-
ingarstarf forsenda allrar menningar sem nær til samfélagsins.27
24 Jonathan P. Eburne, „Antihumanism and Terror: Surrealism, Theory, and the
Postwar Left“, bls. 40−41.
25 Sigfús Daðason, „Um nokkur atriði Kongómálsins“, Tímarit Máls og menningar
5/1960, bls. 397−402; „Þjóðfrelsisbarátta og sósíalismi“, Tímarit Máls og menningar
2/1962, bls. 99−118 og „Veruleiki og yfirskin“ I–II, Tímarit Máls og menningar
1−2/1963, bls. 12−26 og 99−112.
26 Sigfús Daðason, „Veruleiki og yfirskin“ II, bls. 100 og 112. Nýir menn er tilvitnun
í texta Francis Jeansons sem seinni hluti Veruleika og yfirskins hefst á, sbr. næstu
nmgr.
27 Sigfús Daðason, „Veruleiki og yfirskin“ II, bls. 99. – Sigfús vitnar hér til Franc-
is Jeanson, La révolution algérienne: Problèmes et perspectives, Milano: Feltrinelli
Editore, 1962.
„VEGIR SEM STEFnA […] BEInT ÚT Í HAFSAUGA“