Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 256
255
heimildamanna.40 Sú varúðarregla hefur lengi verið í gildi hjá mannfræð-
ingum að „heimildamenn geti sagt hvað sem er til þess að gleðja mann,“
og er þar varað við etnografíu sem aðeins fleytir ofan af þeim viðhorfum
sem stýra hegðun fólks. Raunar er langtímamarkmið þátttökurannsókna
að fá aðgang að þessum dýpri vitundarstigum.
Vissulega getur álagið af hefðbundnum etnografískum rannsóknum,
sem oft og tíðum var beitt á tíma valdakerfis nýlendna eða eftirlendna, leitt
til þess að menn stytta sér leið í ítarlegum þátttökurannsóknum og enda þá
í djúpum og fyrirfram of stýrðum viðtölum.41 Ef slík rannsókn nýtur ekki
reynslunnar af þátttökurannsóknum á vettvangi til lengri tíma og sveigj-
anleika og sé beinum spurningum ekki beitt á varfærinn hátt, geta slík-
ar rannsóknir auðveldlega orðið leiðandi og meira í ætt við yfirheyrslur.
Raunar er einnig hægt að skilgreina, og jafnframt ögra, þvermenningar-
legri stöðu mannfræðinga, verandi sjálfir afurð eins hugmyndakerfis en
vinnandi í öðru, út frá þessari íronísku spennu. Mannfræðingar vinna oft
„látum sem” rannsóknir, þ.e.a.s. þeir taka atburðum og hugmyndum sem
staðreyndum sem þeir í raun, innst í hjarta sínu, hvorki trúa né geta sam-
þykkt.42 Persónuleg viðhorf geta verið önnur en þau sem birtast í óhjá-
kvæmilegum klisjum rannsókna og þátttöku.43
40 Benda má á hið frekar mótsagnakennda ráð sem gefið er í Athugasemdum og spurn-
ingum (Royal Anthropological Institute of Great Britain and Ireland. Notes and Queries
on Anthropology. London: Routledge and Kegan Paul, 1951, bls. 27–62). Í þessum
bæklingi fyrir vettvangsrannsóknir er sérstaklega varað við fullkominni tortryggni
eða fordómum gagnvart blekkingum innfæddra. „Hugmyndin um að innfæddir
muni segja hvað sem er til að gleðja rannsakendur og muni spinna upplýsingar er
nokkuð algeng hjá Evrópubúum sem hafa fyrst og fremst verið í samskiptum við
fólk sem vinnuveitendur þess. Reynslan sýnir að slík viðhorf eru oft og tíðum mjög
ýkt og rannsakandi sem sýnir samúðarfullan skilning á fólkinu, og kemur sér upp
kerfi til að yfirfara efnið, þarf ekki að láta blekkja sig“ (bls. 31). Eins og tilvitnunin
gefur til kynna á slík blekking sér þó stað samhliða þessu og það þarf að beita kerf-
isbundnum aðferðum, með viðbótarathugasemdum og rannsóknum, til að fara í
kringum það og sporna gegn því. Þessar síður í Athugasemdum og spurningum eru
að hluta helgaðar slíkum hjáleiðum.
41 Eins og Renate Rosaldo bendir á í greininni „From the Door of His Tent: The
Fieldworker and the Inquisitor“, Writing Culture: The Poetics and Politics of Et-
hnography, ritstj. James clifford og George E. Marcus. Berkeley: University of
california Press, 1986, bls. 77–97.
42 Það gæti verið áhugavert að líta á þetta ráð, sem í dag virkar íronískt, í Notes and
Queries on Anthropology: „Mikilvægt er að sýna ekki minnstu svipbrigði ánægju eða
vanþóknunar þegar verið er að lýsa fáránlegum, ómögulegum eða andstyggilegum
þáttum í siðum, trúarreglum eða þjóðsögu“ (bls. 32).
43 Eins og clifford Geertz bendir á í ritgerð sinni, „Hugsun sem siðferðileg athöfn“
„MAnnFRÆðI ÍRonÍUnnAR“