Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 55
54
enn“, svo að ljóðið allt verður óður til jarðlífsins, til þess að skynja, sjá og
finna til. og þá verður áreksturinn kannski harðastur við þekkingarramma
í Prelúdíu Wordsworths, þar sem jarðlífið er öðru fremur undanfari lífs
annars heims. Ljóðmælandi Prelúdíunnar setur á oddinn að tilfinning sé
hvorttveggja í senn, bundin tíma og hafin yfir hann (í krafti eilífs lífs);
tímablikin styrkja þá skynjun hans að eilíft lögmál tengist tilfinningum
hans allt frá bernsku, auk þess sem hann prísar sig sælan að hafa komist
undan „ógnarvaldi skilningarvitanna“ sem settu ímyndunarafli hans skorð-
ur.61
Ónefnt er þá að sem ég hugsa um hvernig skrauthverfða smábölvið
„bévítans ekkisen kergju“ (leturbr. mín) leikst í ljóði Sigfúsar á við orðalagið
„allt í einu fyrir þína miskunn / ókunni Drottinn“, þykist ég heyra íroníska
rödd ljóðmælandans milli línanna: „Áttuð þið von á „tourist attraction“?“62
– en það er sennilega misheyrn.
VI
Fyrir þremur áratugum eða svo var Sigfús einu sinni sem oftar spyrtur
með módernistum í umræðu um bókmenntir. næst á eftir kallaði ég hann
af skepnuskap ekkert annað en Módernistann og þar kom að hann ansaði
þurrlega: „Ég er ekki módernisti, ég er raunsæismaður.“ Af svarinu lýsti
ekki síst afstaða manns sem átti alla tíð bágt með að þola að hann var dreg-
inn í dilka með skáldum sem höfðu allt aðrar hugmyndir um veröldina en
hann. Mér varð það hins vegar tilefni til að endurskoða enn frekar hug-
myndir mínar um raunsæi. Sú endurskoðun hefur staðið yfir síðan og ein
af spurningunum sem ég kem alltaf að aftur og aftur tengist án efa Sigfúsi:
Er húmorslaus raunsæismaður ekki bara allt að því öfugmæli?63
61 Sjá William Wordsworth, The Prelude, the 1805 Text: Or Growth of a Poet's Mind, XI;
sbr. og um tíma og tilfinningu í Prelúdíunni, David S. Miall, „Wordsworth and
"The Prelude": The Problematics of Feeling“, Studies in Romanticism, 2/1992, bls.
233 −253, hér bls. 250−253; um Prelúdíuna og skilningarvitin, Lis Møller, „The
Memory in Wordsworth’s Spots of Time“, bls. 95. – Á ensku segir „the terror of
the senses“.
62 Sigfús Daðason, „Veruleiki og yfirskin“ I, bls. 15.
63 Vert er að nefna að þeir sem kenna Wordsworth við „romantic realism“ eða draga
með öðrum hætti fram raunsæiseinkenni hans, myndu naumast svara spurningunni
játandi, sjá t.d. Brian Folker, „Romantic Realist: Wordsworth and the Problem of
War“, PhD-ritgerð, new York University, Graduate School of Arts and Science,
1998 og Marshall Brown, „The Logic of Realism: A Hegelian Approach“, Publica-
tions of the Modern Language Association of America, 2/1981, bls. 224–241, hér bls.
226−227.
BeRglJót S. KRiStJÁnSdóttiR