Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2015, Blaðsíða 171
170
Íslandi árið 2014 gefur til kynna að algengast sé að fordómafull ummæli
séu sett fram í garð múslima,62 sem sýnir að slíkt er líklega talið ásættanlegt
að einhverju leyti og ekki talið fela í sér fordóma. Hér þarf að minna á að
múslimar á Íslandi eru mjög lítill minnihlutahópur sem þyrfti trúlega frek-
ar á valdeflingu að halda en nokkuð annað. Umræður um íslam á Íslandi
snúast einnig oft um eitthvað sem gæti mögulega gerst í stað þess að snúast
í raun um sjálfa múslimana á Íslandi. Þannig verða „íslam“ og „múslimi“
eins yfirhugtök sem ná yfir hugmyndir og heimsmynd múslima alls staðar
í heiminum. Þó má sjá undantekningar á þessu eins og kemur skýrlega
fram í úttekt Mannréttindaskrifstofu þar sem ákveðnir íslenskir múslimar
þurfa að þola hatursfull ummæli.63 Ummæli oddvita Framsóknarmanna
í Reykjavík í undanfara sveitarstjórnarkosninganna árið 2014, þar sem
oddvitinn tjáði þá skoðun sína að ekki ætti að úthluta lóð til múslima til
byggingar mosku, virtust opna á mjög hatursfulla umræðu í garð múslima
eins og bent er á í skýrslu Mannréttindaskrifstofu.64 Í skýrslunni er þó
einnig bent á að ýmis ummæli eru sett fram af sömu einstaklingum.65
Telja margir að ummæli oddvitans hafi þó hjálpað til við að þrýsta fylgi
Framsóknarflokksins upp á lokaspretti kosningabaráttunnar.66 Þó mátti sjá
í framhaldinu að einstaklingar, bæði í Framsóknarflokki og öðrum flokk-
um, svo sem Sjálfstæðisflokki, gagnrýndu ummælin sem gefur til kynna
að slík viðhorf hafi samt sem áður ekki verið viðurkennd sem ásættanleg í
íslensku samfélagi.67 Það að viðkomandi einstaklingur skyldi einnig seinna
62 Bjarney Friðriksdóttir, Greining: Hatursorðræða í ummælakerfum íslenskra net-
fréttamiðla, Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar, 12. ágúst 2014, bls. 24.
63 Sama rit, bls. 17.
64 Sama rit, bls. 18.
65 Sami staður.
66 Kristján Guðjónsson, „Könnun MMR: Moskumálið kemur Sveinbjörgu inn í
borgarstjórn“, DV, 28. maí 2014, sótt 4. desember 2014 af: http://www.dv.is; Jakob
Bjarnar, „Moskuandstæðingar lýsa yfir stuðningi við Framsóknarflokkinn“, Vísir,
3. júní 2014, sótt 4. desember 2014 af: http://www.visir.is.
67 Jón Júlíus Karlsson, „Átti ekki von á þessu frá Framsóknarflokknum“, Vísir, 26.
maí 2014, sótt 4. desember 2014 af: http://www.visir.is/-atti-ekki-von-a-thessu-
fra-framsoknarflokknum-/article/2014140529126; Kjartan Atli Kjartansson, „‘Ég
túlka þögn forystunnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn‘“, Vísir 27.
maí 2014, sótt 4. desember 2014 af: http://www.visir.is; Kjartan Atli Kjartansson,
„Jafnréttisráðstefna nordisk Forum: Ræddi hatursorðræðu í Svíþjóð“, Vísir, 13.
júní 2014, sótt 4. desember 2014 af: http://www.visir.is; nanna Elísa Jakobsdóttir,
„Ómar segir sig úr Framsókn: „Flokkurinn þarf að gera miklu hreinna fyrir sínum
dyrum““, Vísir, 22. júní 2014, sótt 4. desember 2014 af: http://www.visir.is; Kjartan
KRiStín loFtSdóttiR